Undankeppni Skákfélagsins Hugins fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz verður haldin mánudaginn 26.febrúar kl.17.15-19. Undankeppnin verður hluti af hefðbundinni mánudagsæfingu Hugins. Þrjú efstu börnin fædd 2005 eða síðar fá sæti í úrslitum sem tefld verða í Hörpu 11.mars.
Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5+3 (5 mínútur auk 3 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik).
