Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á atkvöldi Hugins sem fram fór 26. febrúar sl. Vigfús fékk 7v í jafn mörgum skákum þannig að allir andstæðingar hans máttu lúta í dúk. Annar var Örn Leó Jóhannsson með 6v. Úrslitaviðureignin milli efstu manna var háð strax í annarri umferð. Þar lenti Örn Leó í þvi að vanda sig um of í vænlegu endatafli og gleyma að leika í lokin. Þriðji var Páll Andrason með 5v.

Tölvan var í lagi á þessu skákkvöldi og látin um dráttinn í happdrættinu. Í þetta sinn fann hún Björvin Kristbergsson í fyrsta sinn og spurning hvort hún sleppi honum aftur. Valið var hafðbundið þannig að Björgvin  valdi gjafabréf frá Dominos og Vigfús valdi Saffran. Næsta skákkvöld verður hraðkvöld 19. mars

Lokastaðan á akvöldinu:

1. Vigfús Ó. Vigfússon 7v/7

2. Örn Leó Jóhannsson, 6v

3. Páll Andrason, 5v

4. Sigurður Freyr Jónatansson, 4v

5. Hjálmar Sigurvaldason, 3v

6. Björgvin Krisbergsson, 2v

7. Hörður Jónasson, 1v

8. Pétur Jóhannesson, 0v