Sjöunda og síðasta umferð hinnar geysisterku og vel skipuðu Skákhátíðar MótX fór fram þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Frísklega var teflt á báðum hæðum skákmusterisins í Kópavogi og margar bráðskemmtilegar skákir glöddu augað.

A flokkur

Loftið í björtum sal glerstúkunnar var þrungið dæmigerðri spennu lokaumferðar en aðstæður jafnframt óvenjulegar að því leyti að skák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Grétarssonar var ekki tefld af fingrum fram heldur sýnd á skjá að keppendum fjarstöddum. Ástæðan var sú að Jóhann þurfti af landi brott í síðustu viku og skákin því tefld fyrir fram og úrslitum haldið leyndum. Voru leikir stórmeistaranna færðir inn jafnóðum í réttri tímaröð til að tryggja að úrslitin hefðu ekki óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku annarra keppenda í toppbaráttunni.

Reyndin varð líka sú að ekki var síður spennandi að fylgjast með skák þeirra Jóhanns og Helga en þó að þeir hefðu verið á staðnum í eigin persónu. Þeir Jóhann og Helgi, sem voru efstir og jafnir fyrir lokaumferðina, sættust loks á skiptan hlut eftir langa og stranga vörn Helga. Hann lét reyndar svo um mælt eftir skákina að sér liði yfirleitt best í afleitum stöðum og hann hefði því vísvitandi komið sér í vandræði til þess að fá eitthvað út úr skákinni!

Á öðru borði kom Hannes Hlífar Björgvini á óvart í byrjun og eftir að kóngssókn Suðurnesjamannsins geigaði náði Hannes smám saman frumkvæðinu og knésetti Björgvin í vel útfærðri skák. Á þriðja borði tókust Þröstur og Jón Viktor á í hörkuskák þar sem lengi var óljóst hvor stæði betur. Úr varð tímahrak þar sem Þröstur tefldi til vinnings en misreiknaði sig aðeins í endataflinu og varð að leggja niður vopnin.

Hjörvar Steinn atti kappi við Jóni L sem lét af hendi svartreita biskupinn á g7 og veikti þar með varnir sínar. Hjörvar náði snemma frumkvæðinu og fylgdi því eftir með kröftugri taflmennsku þar til staða Jóns lét loks undan eftir góða varnartilburði.

Örn Leó lagði til Kristjáns undir merkjum hvítliða en svartur varðist af kænsku og náði að veikja peðastöðu hvíts nægilega í miðtaflinu til að landa vinningnum nokkuð örugglega. Kristján átti mjög gott mót, vann þrjár síðustu skákirnar og hækkaði manna mest á stigum í A-flokki. Ingvar Þór atti kappi við Baldur Kristinsson sem tefldi þétt að vanda og virtist jafna taflið eftir byrjunina. Þegar síst skyldi lék Baldur þó ónákvæmt og Ingvar nýtti sér það til hins ýtrasta og vann skákina.

Guðmundur Halldórsson tefldi með hvítu gegn Þorsteini Þorsteinssyni sem í þetta skiptið bauð upp á afar hvassa byrjun. Guðmundur stóð alla sóknartilburði Þorsteins af sér og náði sterkum tökum á miðborðinu. Þegar skákin skiptist upp í jafnt endatafl sömdu keppendur um skiptan hlut enda eftir litlu að slægjast.

Halldór Grétar virtist mæta vel undirbúinn gegn Daða Ómarssyni sem tók sér langan umhugsunartíma í byrjuninni. Taflið flæktist og erfitt var að meta hvor stæði betur. Skákin endaði síðan með jafntefli eftir þó nokkur átök þar sem Daði var fundvís á bestu varnarleikina. Sigurður Daði fékk snemma frumkvæði gegni Ásgeir Ásbjörnsyni og fylgdi því vel eftir með góðum sigri. Bárður Örn náði að leggja að velli félaga sinn úr TR, Benedikt Jónasson, sem stóð sig afar vel á sama móti í fyrra en nú var þessi sterki og skemmtilegi skákmaður heillum horfinn. Þessi er vænst að hann snúi aftur fílefldur til leiks á Skákhátíð MótX 2019!

Úrslitin í A flokki Skákhátíðar MótX 2018 urðu þau að þeir Jóhann Hjartarson, Helgi Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson komu jafnir í mark með 5 vinninga af 7 möguleikum, en Jóhann varð efstur á stigum. Sjónarmun þar á eftir varð svo Hjörvar Steinn Grétarsson með 41/2 vinning.

Skákhátið MótX 2018 – Lokastaða í A-flokki
Nafn Stig Vinn.  TB1   TB2   TB3  stig+/-
GM Hjartarson Johann 2536 5 29 26 20 4
GM Gretarsson Helgi Ass 2441 5 28 24,5 21 9,7
GM Stefansson Hannes 2523 5 27,5 25 20,5 8,4
IM Gunnarsson Jon Viktor 2466 5 24 22,5 17,5 4,6
GM Gretarsson Hjorvar Steinn 2565 4,5 29 25,5 17,75 2,7
IM Jonsson Bjorgvin 2349 4 29,5 27 15 7,4
GM Thorhallsson Throstur 2418 4 28,5 26 13,5 1,3
GM Arnason Jon L 2457 4 25,5 22,5 14,25 -7,4
FM Johannesson Ingvar Thor 2352 4 23,5 21 13,75 -6,8
FM Stefansson Vignir Vatnar 2304 4 22 20,5 11 0,7
Edvardsson Kristjan 2184 4 20,5 19 8,5 33,2
FM Einarsson Halldor Gretar 2236 3,5 26,5 23,5 12,25 18,6
IM Jensson Einar Hjalti 2336 3,5 24 22,5 10,5 4,2
Halldorsson Gudmundur 2174 3,5 24 21,5 11,25 10,4
FM Thorsteinsson Thorsteinn 2327 3,5 24 21 11 -9,6
Johannsson Orn Leo 2200 3,5 23,5 21 11,25 6,2
FM Sigfusson Sigurdur 2228 3,5 23 21,5 9,25 12,4
IM Thorfinnsson Bjorn 2400 3 26 23 10,25 -1
Kristinsson Baldur 2185 3 25,5 22,5 9,75 16,8
Omarsson Dadi 2275 3 23,5 21 9,5 -9
CM Birkisson Bardur Orn 2190 3 20,5 19 7,25 -14
WGM Ptacnikova Lenka 2218 3 18,5 17 6,5 -10,6
FM Johannesson Oliver 2277 2,5 24,5 22 7 -5,8
FM Asbjornsson Asgeir 2267 2,5 23,5 21 6,75 -15,2
FM Jonasson Benedikt 2248 2 22 20,5 3 -34,4
FM Ulfarsson Magnus Orn 2371 1,5 22,5 20 4,5 -7,4
FM Ragnarsson Dagur 2332 0,5 17 15,5 0,75 -49,4

 

Hvítir hrafnar

Keppni í flokki Hvítra hrafna var afar jöfn allt frá fyrstu umferð. Í lokaumferðinni sömdu þeir Jón Þorvaldsson og Jónas Þorvaldsson fljótlega um skiptan hlut en Júlíus Friðjónsson sigraði Braga Halldórsson eftir nokkrar sviptingar. Bragi stóð lengst af betur í skákinni en lék af sér drottningunni í tímahraki og því fór sem fór. Friðrik Ólafsson, sem átti að tefla við Björn Halldórsson, forfallaðist og varð því miður að gefa síðustu skák sína í mótinu. Friðrik sett afar sterkan og skemmtilegan svip á Skákhátíðina og er þessum heiðursmanni og stafnbúa íslenskrar skáksögu þökkuð þátttakan sérstaklega.

Hlutskarpastur í flokki Hvítra hrafna 2018 varð Júlíus Friðjónsson með 31/2 vinning af 5 mögulegum, annar varð Jón Þorvaldsson með 3 vinninga en þeir Júlíus voru taplausir á mótinu. Í þriðja sæti varð Bragi Halldórsson.

Skákhátíð MótX 2018 – Lokastaða í flokki Hvítra hrafna
Nafn Stig 1 2 3 4 5 6 Vinn.  TB1   TB2   TB3 
Fridjonsson Julius 2137 * ½ 1 ½ ½ 1 3,5 8 0 2
Thorvaldsson Jon 2170 ½ * 1 ½ ½ ½ 3 7,25 0 1
Halldorsson Bragi 2082 0 0 * ½ 1 1 2,5 4,75 0 2
GM Olafsson Fridrik 2365 ½ ½ ½ * ½ 2 5,5 0 0
Halldorsson Bjorn 2182 ½ ½ 0 + * 0 2 4,75 0 1
Thorvaldsson Jonas 2258 0 ½ 0 ½ 1 * 2 4,25 0 1

 

B-flokkurinn

Hart var barist í lokaumferðinni í B-flokknum. Hlutfall jafntefla var eins og á ofurskákmótunum. Það voru þó engir Berlínarveggir notaðir, heldur teflt til þrautar.

Arnar Milutin og Agnar Tómas Möller tefldu sína skák fyrir fram og úr varð mjög vel tefld skák hjá Arnari. En þegar öll sund virtust lokuð hjá Agnari þá kom einn slakur leikur hjá Arnari og skákin endaði loks með jafntefli. Á þriðja borði tefldu Birkir Karl og Birkir Ísak. Skákin var merkileg fyrir þær sakir að þarna var á ferðinni þjálfari á móti iðkanda. Skyldi þjálfunin hafa skilað árangri ? Þjálfarinn lék strax í byrjun leik sem hann var víst búinn að segja lærisveinum sínum að maður ætti ekki að leika. Var það lævís innræting til að eiga seinna meir möguleika á að koma á óvart? Staða hvíts (þjálfarans) virtist vera meinlaus, en svo átti hann sniðugan leik sem færði honum góð stöðuleg færi. Þegar svo hvítur virtist vera að sigla vinningnum heim, sýndi lærisveinninn að hann hafði nú lært ýmislegt. Snjöll taktísk leið sneri taflinu og í lokin mátti þjálfarinn þakka fyrir að halda jafntefli !

Hilmir Freyr vann Gauta Pál örugglega á öðru borði og heldur sigurganga hans áfram á árinu 2018. Hann er til alls líklegur á Reykjavíkurskákmótinu.

Skákin á fyrsta borði á milli Arons Þórs Mai og Siguringa lauk með jafntefli. Siguringi tefldi mjög vel í mótinu og endaði í efsta sæti þar sem hann var hærri á stigum en Hilmir Freyr sem var jafn honum að vinningum. Þeir tveir unnu sér rétt á taflmennsku í A-flokknum á næsta ári.

Aron Þór tók 3ja sætið. Þeir bræður eru orðnir feikilega sterkir og megum við eiga von á miklu frá þeim á næstunni.
Baráttan um nafnbótina Unglingameistari Breiðabliks var spennandi. Hefði Arnar Milutin náð að sigra Agnar Tómas þá hefði hann nafnbótin orðið hans en þar sem niðurstaðan varð jafntefli stóð Birkir Ísak uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning. Hann endurheimti þannig titilinn eftir að hafa unnið hann 2015 og 2016. Núverandi meistari, Stephan Briem, lenti í öðru sæti og Arnar Milutin varð þriðji. Verðskuldaður sigur hjá Birki Ísak sem er í stöðugri framför og tefldi mjög vel í mótinu.
Keppni í B-flokki heppnaðist mjög vel. Þéttur hópur af sterkum skákmönnum tók á öllum aldri tók þar þátt og margar flottar skákir sáu dagsins ljós.

Skákhátíð MótX  – Lokastaðan í B-flokki 
Nafn Stig Vinn.  TB1   TB2   TB3  stig+/-
Sigurjonsson Siguringi 2034 5,5 31,5 27,5 24,5 28,6
CM Heimisson Hilmir Freyr 2136 5,5 28,5 25,5 23,5 0,8
Mai Aron Thor 2066 5 29,5 27 20,25 2
Jonsson Gauti Pall 2161 4,5 33 29 21,25 -12,6
Johannsson Birkir Isak 1760 4,5 28,5 26 16,25 70
Briem Stephan 1890 4,5 28,5 25,5 17,5 15,2
Mai Alexander Oliver 1970 4,5 27,5 25 16,75 5,2
Davidsson Oskar Vikingur 1854 4,5 26 24 13,25 0,4
Moller Agnar T 1925 4,5 26 23,5 15,75 3
Eliasson Kristjan Orn 1846 4,5 26 23,5 14,25 0,4
Sigurdsson Birkir Karl 1934 4,5 26 23 15,25 -10,4
Heidarsson Arnar 1592 4,5 24 22,5 12,75 28,4
Birkisson Bjorn Holm 2084 4 25,5 23 12 -64,8
Halldorsson Kristjan 1889 4 24 21,5 12,5 -22,2
Ulfsson Olafur Evert 1784 3,5 28,5 27 12,25 23,8
Luu Robert 1680 3,5 26,5 24,5 10,5 -5,6
Sigurdarson Alec Elias 1373 3,5 26 23 12 26,8
Jonatansson Sigurdur Freyr 1642 3,5 25 23,5 9,5 7
Gudmundsson Gunnar Erik 1491 3,5 21,5 20 7,5 -1,2
Birkisdottir Freyja 1483 3,5 21 18,5 9,25 -6,4
Johannsson Hjortur Yngvi 1472 3,5 20,5 18,5 9 -8,4
Davidsson Stefan Orri 1280 3 23,5 21,5 7,5 41,2
Briem Benedikt 1464 3 22 20 7,75 22,8
Sigfusson Ottar Orn Bergmann 1096 3 20 18,5 4,5 -12,8
Omarsson Kristofer 1744 2,5 25 23 7,5 -13
Alexandersson Orn 1366 2,5 24 21,5 7,5 52,4
Gunnarsson Baltasar Mani Wedhol 1268 2,5 21,5 19 5,5 2,4
Jonsson Olafur Gisli 1856 2,5 21 19,5 6,25 -33,6
Karlsson Isak Orri 1307 2,5 17,5 16,5 5,5 -19,2
Einarsson Oskar Long 1785 2 23,5 22 4 -9
Haile Batel Goitom 1421 1,5 20 18,5 3,75 -44
Steinthorsson Birgir Logi 1080 1 21,5 19,5 1,5 -18
Hilmarsson Andri Steinn 1606 1 19,5 18 2,5 -19