4.4.2008 kl. 11:56
Uppskeruhátið skákfélagsins Goðans.
16 apríl nk. verður uppskeruhátíð skákfélagsins Goðans haldin á Fosshóli og hefst hátíðin kl 20:30. Þá verður tilkynnt hver var valinn skákmaður Goðans 2008 og viðkomandi fær afhentan einhvern glaðning af því tilefni.
Nú stendur yfir kosning á skákmanni Goðans 2008 hér til vinstri á þessari síðu. Tilnefndir eru 7 félagsmenn sem allir eiga það sameinilegt að hafa staðið sig vel síðustu 12 mánuðina.
Að sjálfsögðu verður gripið í tafl og verður tilhögun á þeirri keppni ákveðin þegar nær dregur.
Stjórn vonast eftir góðri mætingu á þennan viðburð því þetta verður síðasta skákæfing vetrarins og æskilegt að félagsmenn fjölmenni til hátíðarinnar.
Skákþing Goðans 2008 hefst síðan miðvikudagskvöldið 23 apríl. Skákþingið er síðasti viðburður skákfélagsins á þessum vetri. H.A.
