25.10.2009 kl. 17:21
Valur Heiðar Einarsson Íslandsmeistari drengja fæddra 1997 !
Valur Heiðar Einarsson varð „Íslandsmeistari“ drengja fæddra 1997 í skák í dag, á Akureyri, en Íslandsmóti drengja og stúlkna 15 ára og yngri, lauk þar í dag. Valur fékk 4 vinninga af 9 mögulegum og endaði í 23. sæti. Valur vann 3 af 4 skákum sínum í dag.
Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands afhendir Val verðlaunapeninginn.
Valur Heiðar er þar með fyrsti Íslandsmeistari Goðans. Ritstjóri óskar Val til hamingju með titilinn.
Hópmynd af verðlaunahöfunum.
Sjá heildarúrslitin á chess-results: http://www.chess-results.com/tnr26651.aspx?art=1&rd=9&lan=1&flag=30&m=-1&wi=1000
