Það er ljóst að A-lið Goðans verður annað keppnistímabilið í röð í 3. deild, þrátt fyrir að leggja alla sína andstæðinga af velli í síðustu þremur umferðunum um helgina. Niðurstaðan varð 4. sætið í deildinni aðeins 1 punkti og 1,5 vinningi frá 2 sæti. B-sveit Fjölnis varð í 1. sæti, A-sveit SSON í 2. sæti og C-sveit KR varð hálfum vinningi fyrir ofan Goðann. Bilið sem myndaðist eftir fyrri hlutann reyndist of mikið þrátt fyrir að það hafi minnkað niður í 1 punkt núna. Það dugði bara ekki til. Lokastaðan í 3. deild.
A- sveitin vann E-sveit TR 4-2 og B-sveit TV með sama mun. Ljóst var að bara stór sigur gegn B-sveit SSON myndi duga til að hreppa 3. sætið og sigur vissulega vannst 4,5-1,5, en hefði þurft að vera stærri til að vinna bronsið. Önnur úrslit urðu ekki eins og við höfðum vonast eftir.
Gengi B og C- sveitanna var sæmilegt og endaði C-sveitin í 10. sæti og varð ofar en B-sveitin á vinningafjölda þrátt fyrir mönnunarvandamál í 5. og 6. umferð. B-sveitin endaði í 12. sæti af 18 liðinum alls. B sveitin vann C-sveitina 5-1, tapaði fyrir C-sveit SA 2-4 og tapaði svo fyrir C-sveit TV 1,5-4,5 í lokaumferðinni.
C-sveitin tapaði fyrir B-sveitinni 1-5 eins og áður segir. Sveitin tapaði með sama mun fyrir E-sveit Breiðabliks, en vann G-sveit TR 5-1 í lokaumferðinni. Ekki tókst að manna öll borð í C sveitinni og voru samtals þrjú tóm borð í 5 og 6. umferð. Lokastaðan í 4. deild.
Oleksandr Matlak fékk 6,5 vinninga alls af 7 mögulegum í 3. deild og var þar með vinninga hæstur af öllum sem tefldu í deildinni og stóð algjörlega undir væntingum. Tómas Veigar Sigurðarson fékk 2 vinninga af þremur mögulegum. Ingi Tandri Traustason fékk 1,5 vinninga af 2 mögulegum. Rúnar Ísleifsson fékk 2,5 vinninga af 3 möguelgum. Smári Sigurðsson fékk 2 vinninga af 3 mögulegum. Smári varð í 3. sæti samtals með 5 vinninga af öllum þeim 100 skákmönnum sem tefldu í 3. deildinni. Kristján Ingi Smárason fékk 1 vinning af 3 mögulegum og Hermann Aðalsteinsson fékk hálfan vinning af 1 mögulegum af þeim sem tefldu í A-liðinu.
Hilmar Freyr Birgisson fékk 3 vinninga af 3 mögulegum í seinni hlutanum, en einn af þessum vinningum kom til vegna þess að það vantaði andstæðing. Ingi Hafliði Guðjónsson fékk 2 vinninga af 3 mögulegum í þessum seinni hluta, en landaði 5 vinningum af 6 mögulegum alls í mótinu. Ásgeir Magnússon fékk 1 vinning úr einni skák en 4 vinninga af 5 mögulegum alls. Kristijonas Valanciunas fékk 2 vinninga af 3 núna og 4 vinninga alls í mótinu. Lárus Sólberg Guðjónsson fékk 1 vinning af 3 núna en 4 alls í mótinu. Nýliðinn Bergmann Óli Aðalsteinsson fékk 1 vinning af 3 mögulegum í þessari framraun sinni. Aðrir í B og C-liðunum voru með minna en 50% vinnings hlutfall. Alls tefldu um 150 skákmenn í 4. deildinni á þessu keppnistímabili.
Þó nokkrir þokkalega stigaháir skákmenn gáfu ekki teflt með Goðanum í seinni hlutanum og kom það niður á styrkleika B og C-liðana, auk þess sem ekki náðist að fullmanna C-liðið fyrr en í lokaumferðinni. Næsta mót verður í haust og þá heldur baráttan áfram.
Fleiri myndir má skoða hér fyrir neðan.