Oleksandr Matlak fór fyrir A-liði Goðans og fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Besti árangur í 3. deild í ár. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir

Það er ljóst að A-lið Goðans verður annað keppnistímabilið í röð í 3. deild, þrátt fyrir að leggja alla sína andstæðinga af velli í síðustu þremur umferðunum um helgina. Niðurstaðan varð 4. sætið í deildinni aðeins 1 punkti og 1,5 vinningi frá 2 sæti. B-sveit Fjölnis varð í 1. sæti, A-sveit SSON í 2. sæti og C-sveit KR varð hálfum vinningi fyrir ofan Goðann. Bilið sem myndaðist eftir fyrri hlutann reyndist of mikið þrátt fyrir að það hafi minnkað niður í 1 punkt núna. Það dugði bara ekki til. Lokastaðan í 3. deild.

A- sveitin vann E-sveit TR 4-2 og B-sveit TV með sama mun. Ljóst var að bara stór sigur gegn B-sveit SSON myndi duga til að hreppa 3. sætið og sigur vissulega vannst 4,5-1,5, en hefði þurft að vera stærri til að vinna bronsið. Önnur úrslit urðu ekki eins og við höfðum vonast eftir.

Goðamenn, auk eins Skagfirðings, skoða stöðuna fyrir síðustu umferð til að sjá hve marga vinninga þurfi til. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Gengi B og C- sveitanna var sæmilegt og endaði C-sveitin í 10. sæti og varð ofar en B-sveitin á vinningafjölda þrátt fyrir mönnunarvandamál í 5. og 6. umferð. B-sveitin endaði í 12. sæti af 18 liðinum alls. B sveitin vann C-sveitina 5-1, tapaði fyrir C-sveit SA 2-4 og tapaði svo fyrir C-sveit TV 1,5-4,5 í lokaumferðinni.

C-sveitin tapaði fyrir B-sveitinni 1-5 eins og áður segir. Sveitin tapaði með sama mun fyrir E-sveit Breiðabliks, en vann G-sveit TR 5-1 í lokaumferðinni. Ekki tókst að manna öll borð í C sveitinni og voru samtals þrjú tóm borð í 5 og 6. umferð. Lokastaðan í 4. deild.

Oleksandr Matlak, ásamt landa sínum Oleksandr Sulypa. Mynd; Hallfríður Sigurðardóttir

Oleksandr Matlak fékk 6,5 vinninga alls af 7 mögulegum í 3. deild og var þar með vinninga hæstur af öllum sem tefldu í deildinni og stóð algjörlega undir væntingum. Tómas Veigar Sigurðarson fékk 2 vinninga af þremur mögulegum. Ingi Tandri Traustason fékk 1,5 vinninga af 2 mögulegum. Rúnar Ísleifsson fékk 2,5 vinninga af 3 möguelgum. Smári Sigurðsson fékk 2 vinninga af 3 mögulegum. Smári varð í 3. sæti samtals með 5 vinninga af öllum þeim 100 skákmönnum sem tefldu í 3. deildinni. Kristján Ingi Smárason fékk 1 vinning af 3 mögulegum og Hermann Aðalsteinsson fékk hálfan vinning af 1 mögulegum af þeim sem tefldu í A-liðinu.

Hilmar Freyr Birgisson (The Boss) Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir

Hilmar Freyr Birgisson fékk 3 vinninga af 3 mögulegum í seinni hlutanum, en einn af þessum vinningum kom til vegna þess að það vantaði andstæðing. Ingi Hafliði Guðjónsson fékk 2 vinninga af 3 mögulegum í þessum seinni hluta, en landaði 5 vinningum af 6 mögulegum alls í mótinu. Ásgeir Magnússon fékk 1 vinning úr einni skák en 4 vinninga af 5 mögulegum alls. Kristijonas Valanciunas fékk 2 vinninga af 3 núna og 4 vinninga alls í mótinu. Lárus Sólberg Guðjónsson fékk 1 vinning af 3 núna en 4 alls í mótinu. Nýliðinn Bergmann Óli Aðalsteinsson fékk 1 vinning af 3 mögulegum í þessari framraun sinni. Aðrir í B og C-liðunum voru með minna en 50% vinnings hlutfall. Alls tefldu um 150 skákmenn í 4. deildinni á þessu keppnistímabili.

B-lið Goðans. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir

Þó nokkrir þokkalega stigaháir skákmenn gáfu ekki teflt með Goðanum í seinni hlutanum og kom það niður á styrkleika B og C-liðana, auk þess sem ekki náðist að fullmanna C-liðið fyrr en í lokaumferðinni. Næsta mót verður í haust og þá heldur baráttan áfram.

Fleiri myndir má skoða hér fyrir neðan.

Ingi Tandri Traustason. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Lárus
Lárus Sólberg og Sighvatur Karlsson. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
B-lið Goðans
B-líð Goðans. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
C og B-liðin
C og B-liðið mættust. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Matlak
Oleksandr Matlak. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Tómas
Tómas Veigar Sigurðarson: Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Smári
Smári Sigurðsson: Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Kristján
Kristján Ingi Smárason. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Hermann
Hermann Aðalsteinsson. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Kristijonas
Kristionar Valanciunas. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Lárus
Lárus Sóberg Guðjónsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Sighvatur
Sighvatur Karlsson. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Björn Gunnar
Björn Gunnar Jónsson. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Bergmann
Bergmann Óli Aðalsteinsson. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Benedikt
Benedeikt Þó Jóhannsson. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Ævar
Ævar Ákason. Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir
Ingi Hafliði
Ingi Hafliði Guðjónsson: Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir