Vegna breytinga á skákstigum hjá Fide sem taka gildi á morgun 1. mars hækka allir félagsmenn sem höfðu lægri skákstig en 2000 1. febrúar sl, sjálfkrafa og sumir talsvert mikið. Fide tekur upp nýtt stigalágmark sem verður 1400 í stað 1000 og “þjappar” hinum meira saman sem eru á bilinu 1400-2000 stig samkvæmt þessari reikniformúlu. (0,40) x (2000-rating). Skákstig þeirra sem eru yfir 2000 breytast ekkert þar sem þetta gildir bara um þá sem eru undir 2000 stigum þann 1. mars.

Tveir nýliðar eru á listanum hjá Goðanum, Þeir Adam Ferenc Gulyas (1727) og Ingimar Ingimarsson (1688). Enginn lækkaði á stigum að þessu sinni, enda sjálkrafa hækkunin það mikil. At og hraðskákstig hækkuðu líka í takt við kappskákstig. Af þeim sem tefldu kappskákir í febrúar og bættu við sig meira en 200 stigum, hækkaði Hilmar Freyr Birgisson mest eða um 284 stig. Sigurbjörn Ásmundsson hækkaði um 263 stig. Ævar Ákason hækkaði um 240 stig. Ingi Hafliði Guðjónsson hækkaði um 221 stig og Kristján Ingi Smárason um 215 stig. Eins og sjá má eru dæmi um meiri hækkanir eftir því sem neðar dregur á listanum, enda áhrifin af þessari sjálfvirku hækkun stiga hjá FIDE, mun meiri þar. Sighvatur Karlsson hækkaði um 306 stig án taflmennsku. Afar ólíklegt er að menn eigi eftir að sjá svona miklar hækkanir á stigum aftur.

Í dálknum “raun breyting” má sjá breytingar á stigum ef ekki hefði komið til sjálfkrafa hækkunar á stigum hjá FIDE. Þar má sjá að Ingi Hafliði Guðjónsson hækkaði mest og Hilmar Freyr Birgisson og Kristján Ingi Smárason koma þar á eftir.

Alls eru 42 Goðamenn með einhver skákstig og svo eru á listanum fjórir aðrir sem hafa skákstig er eru án félags og hafa tekið þátt í mótum hjá Goðanum.

Ný skákstig félagsmanna Goðans 1. mars 2024.

Nafn kappskák Atskák Hraðskák Raun breyting
Matlak, Oleksandr 2142    0 2151 2128
Sigurdarson, Tomas Veigar 2013    0 1996 2040
Traustason, Ingi Tandri 1939  +41 1914 1901
Isleifsson, Runar 1888  +85 1875 1864 +10,2
Sigurdsson, Smari 1882  +72 1923 1970 -6,2
Sigurdsson, Jakob Saevar 1858  +82 1876 1920 -11,6
Adalsteinsson, Hermann 1729  +160 1754 1720 -21
Gulyas Adam Ferenc 1727 Nýtt 0 1743
Gudjonsson, Ingi Haflidi 1722  +221 1668 1647 +36,4
Juhas, Roman 1715  +190 0 0
Villanueva, Adrian Benedicto 1714  +191 1691 1705
Olgeirsson, Armann 1709  +194 1752 1674
Hermannsson, Jon Adalsteinn 1703  + 198 1643 1630
Smarason, Kristjan Ingi 1699  + 215 1648 1666 +14.4
Vidarsson, Hlynur Snaer 1694  + 204 1774 1759
Ingimarsson Ingimar 1688 Nýtt 0 1731
Akason, Aevar 1654  + 240 1695 1665 +10
Birgisson, Hilmar Freyr 1613  + 284 1727 1701 +26,4
Bessason, Heimir 1579  + 280 0 1652
Asmundsson, Sigurbjorn 1578  + 263 1677 1698 -18
Thorhallsson, Tryggvi 1575  + 284 1605 1692
Gudmundsson, Hannibal Oskar 1573  + 285 0 0
Valanciunas, Kristijonas 1569  + 287 1510 1599
Gudjonsson Larus Solberg 1549  + 279 0 0
Karlsson, Sighvatur 1541  + 306 1563 1543
Karason, Kari Arnor 0 0 1813
Oddsson, Orri Freyr 0 0 1777
Fridriksson Adalsteinn Johann 0 0 1731 Utan félags
Adalsteinsson, Bergmann Oli 0 0 1708
Creed, David 0 0 1690
Johannsson, Benedikt Thor 0 1738 1687
Mariuson, Adalsteinn Leifs 0 1584 1680
Rees, Samuel Thornton 0 1670
Wypior, Piotr 0 1666
Klimek, Michal 0 1671 1666
Statkiewicz, Jakub 0 0 1627
Hakonarson, Vidar Njall 0 0 1618
Davidsson Oskar Pall 0 0 1618 Utan félags
Adalsteinsson, Stefan Bogi 0 0 1610
Brocker, Max 0 0 1585
Tryggvason, Ketill 0 1579
Placha, Adam Andrzej 0 0 1539
Kotleva, Annija 0 0 1432
Ingason, Skarphedinn 0 1596 0 Utan félags
Thorgrimsson, Sigmundur 0 1585 0
Pradid, Matus 0 1520 0 Utan félags
Tkachuk, Olena 0 1421 0