20 ára afmælismóti Goðans lauk í gær í Skjólbrekku í Mývatnssveit, með naumum sigri alþjóðlega meistarans Björns Þorfinnssonar. Enski stórmeistarinn Simon Williams varð sjónarmun á eftir Birni með 5 vinninga af 6 mögulegum eins og Björn. Bragi Þorfinnsson bróðir Björns, varð í 3. sæti með 4,5 vinninga og Dagur Ragnarsson fjórði einnig með 4 vinninga. Þar á eftir komu 8 keppendur með 4 vinninga.


Mótið var mjög sterkt og kanski mun sterkara en við Goðamenn þorðum að vona fyrir fram. En við erum engu að síður gríðarlega ánægðir með mótið og það voru keppendur líka. Allar skákir mótsins í öllum umferðum voru sýndar í beinni útsendingu á lichess.org og á staðnum í Skjólbrekku og gátu keppendur og áhorfendur horft á þær í tjaldinu í Skjóbrekku, í símanum sínnum, eða heima hjá sér. Áhorfið var talsvert miðað við að mótið var haldið í fyrsta sinn og getum við ekki annað en verið mjög ánægðir með það.
Ingvar Þór Jóhannesson var útsendingnarstjóri og Gunnar Björnsson forseti SÍ var skákstjóri mótsins. Öll framkvæmd mótsins tókst eins og best verður á kosið.
Allar skákir mótsins eru aðgengilegar hér fyrir neðan.
John Borrega ljósmyndari tók gríðarlega mikið af myndum á mótinu og verða þær birtar hér á síðunni þegar þær berast.