Hilmir Freyr Heimisson og Örn Leó Jóhannsson voru efsti og jafnir í lok hraðkvölds Hugins með 7v af átta mögulegum. Þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign í fjórðu umferð. Þá var Örn Leó búinn að gera jafntefli við Óskar Víking Davíðsson í annari umferð svo Hilmir Freyr var búinn að vera í forystu frá upphafi. Hann hélt henni alveg fram í síðustu umferð þegar hann mætti Atla Jóhanni Leóssyni. Þeirri skák lauk með jafntefli eftir langa baráttu en Atli Jóhann átti kannski um tíma möguleika á einhverju meiru. Þar með voru Hilmir Freyr og Örn Leó jafnir. Þeir tefldi við nánast sömu andstæðinga nema Hilmir Freyr tefldi við Stefán Orra Davíðsson en Örn Leó við Gunnar Nikulásson. Þeir Stefán Orri og Gunnar fengu báðir 4,5v og Hilmir Freyr og Örn Leó þar með jafnir að stigum þangað til kom í þriðja stigaútreikning. Þar skipti sköpum að Örn Leó gerði jafntefli við Óskar Víking sem fékk fleiri vinninga en Ali Jóhann. Þar með náði Hilmir Freyr fyrsta sætinu í þriðja útreikningi.en Örn Leó þurfi að sætta sig við annað sætið. Þriðji varð svo Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v.

Hilmir Freyr dró Gunnar Nikulásson í happdrættinu. Gunnar valdi útekt frá Saffran en Hilmir Freyr valdi pizzumiða frá Dominos. Það verður gert hlé á þessum skákkvöldum í sumar en þau byrja að nýju í haust.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Hilmir Freyr Heimisson, 7v/8
  2. Örn Leó Jóhannsson, 7v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
  4. Eiríkur Björnsson,5v
  5. Stefán Orri Davíðsson, 4,5v
  6. Gunnar Nikulásson, 4,5v
  7. Óskar Víkingur Davíðsson, 4v
  8. Halldór Pálsson, 4v
  9. Sigurður Freyr Jónatansson, 3v
  10. Atli Jóhann Leósson, 2,5v
  11. Björgvin Kristbergsson, 0,5v
  12. Pétur Jóhannesson, 0,5v

Úrslitin í chess-results: