Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið fimmtudaginn 21. ágúst nk. og hefst það kl. 20.00. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a. Stefnt er að því að reikna mótið til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu er kr. 20.000. Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur. Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Hjörvar Steinn Grétarsson. Þetta er í nítjánda sinn sem mótið fer fram. Björn Þorfinnsson og Davíð Ólafsson hafa hampað titlinum oftast eða fjórum sinnum.
Verðlaun skiptast svo:
- 10.000 kr.
- 6.000 kr.
- 4.000 kr.
Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Huginn eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra.
Hraðskákmeistarar Hellis:
- 1995: Davíð Ólafsson
- 1996: Andri Áss Grétarsson
- 1997: Hannes Hlífar Stefánsson
- 1998: Bragi Þorfinnsson
- 1999: Davíð Ólafsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
- 2000: Bragi Þorfinnsson
- 2001: Helgi Áss Grétarsson
- 2002: Björn Þorfinnsson
- 2003: Björn Þorfinnsson
- 2004: Sigurbjörn J. Björnsson
- 2005: Sigurður Daði Sigfússon
- 2006: Hrannar Baldursson
- 2007: Björn Þorfinnsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
- 2008: Gunnar Björnsson
- 2009: Davíð Ólafsson
- 2010: Björn Þorfinnsson
- 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson
- 2012: Davíð Ólafsson
- 2013: Hjörvar Steinn Grétarsson