Íslandsmótið í netskák fer fram mánudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20:00.
ATH. Í viðleitni til þess að mótið hefjist á réttum tíma (kl. 20:00) var ákveðið að skráningarfrestur sé til kl. 19:00 mánudaginn 28. desember – Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki.
Tímamörk eru 3 + 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir. Allt skráningarferlið er sjálfkrafa og eina sem þátttakendur þurfa að hafa í huga er að vera mættir tímanlega á ICC eða eigi síðar en kl. 19:50.
Það er Skákfélagið Huginn sem stendur fyrir mótinu.
Þeir sem ekki eru skráðir á ICC geta skráð sig á vef ICC en ekki þarf að greiða fyrir fyrstu vikuna. Að því loknu er hægt að skrá sig á skak.is eða skakhuginn.is. Þeir sem ekki hafa hugbúnað til að tefla geta halað niður þar til gerðu forriti (mælt er með Blitzin eða Dasher). Einnig er hægt að tefla í gegnum java-forrit.
Þar sem allir keppendur þurfa að vera á svokallaðri Íslands-rás er æskilegt að menn slái inn „g-join Iceland“ við næstu/fyrstu innskráningu á ICC.
Davíð Kjartansson er Íslandsmeistari í netskák.
[dt_divider style=”thick” /]
Skráðir keppendur
[dt_divider style=”thick” /]
Verðlaun:
- 10.000 kr.
- 6.000 kr.
- 4.000 kr.
Aukaverðlaun:
Undir 2100 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fimm frímánuðir á ICC
- 2. Þrír frímánuðir á ICC
Undir 1800 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fimm frímánuðir á ICC
- 2. Þrír frímánuðir á ICC
Stigalausir:
- 1. Fimm frímánuðir á ICC
- 2. Þrír frímánuðir á ICC
Unglingaverðlaun (15 ára og yngri):
- 1. Fimm frímánuðir á ICC
- 2. Þrír frímánuðir á ICC
Kvennaverðlaun:
- 1. Fimm frímánuðir á ICC
- 2. Þrír frímánuðir á ICC
Eldri skákmenn (60 ára og eldri):
- 1. Fimm frímánuðir á ICC
- 2. Þrír frímánuðir á ICC
[dt_divider style=”thick” /]
Íslandsmeistarar í netskák
- 2014 – Davíð Kjartansson
- 2013 – Bragi Þorfinnsson
- 2012 – Davíð Kjartansson
- 2011 – Davíð Kjartansson
- 2010 – Davíð Kjartansson
- 2009 – Jón Viktor Gunnarsson
- 2008 – Arnar E. Gunnarsson
- 2007 – Stefán Kristjánsson
- 2006 – Snorri G. Bergsson
- 2005 – Arnar E. Gunnarsson
- 2004 – Stefán Kristjánsson
- 2003 – Arnar E. Gunnarsson
- 2002 – Arnar E. Gunnarsson
- 2001 – Helgi Áss Grétarsson
- 2000 – Stefán Kristjánsson
- 1999 – Davíð Kjartansson
- 1998 – Róbert Lagerman
- 1997 – Benedikt Jónasson
- 1996 – Þráinn Vigfússon