Jakob Sævar Sigurðsson Janúarmeistari Goðans 2022

Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á Janúarmóti Goðans sem lauk í dag á Húsavík. Jakob Sævar fékk 4 vinninga af 5 mögulegum og hafði naumlega betur á oddastigum en Smári Sigurðsson sem einnig fékk 4 vinninga. Þetta var þriðji titillinn sem Jakob vinnur á tæpu ári. Hann varð skákmeistari Goðans í febrúar og hraðskákmeistari Goðans í desember.

Adrian Benedicto, Jakob Sævar Sigurðsson og Smári Sigurðsson

Nýliðinn Adrian Benedicto varð í 3. sæti með 3,5 vinninga eftir feikilega góða frammistöðu á mótinu. Roman Juhas og Hilmar Freyr Birgisson voru einnig að tefla á sínu fyrsta kappskákmóti og geta verið sáttir með árangurinn.

Lokastaðan.
Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 2 Sigurdsson Jakob Saevar ISL 1796 4,0 0,5 3 13,5
2 1 Sigurdsson Smari ISL 1827 4,0 0,5 3 11,0
3 8 Villanueva Adrian Benedicto ISL 0 3,5 0,0 3 10,5
4 3 Adalsteinsson Hermann ISL 1564 2,5 0,0 2 15,0
5 7 Juhas Roman ISL 0 2,0 0,0 2 13,0
6 4 Akason Aevar ISL 1460 1,5 1,0 1 12,0
7 6 Birgisson Hilmar Freyr ISL 0 1,5 0,0 1 12,5
8 5 Asmundsson Sigurbjorn ISL 1337 1,0 0,0 1 12,5

 

Janúarmótið var síðast haldið sem sérstakt mót árið 2017. Þá vann Sigurður Daníelsson. Janúarmótið var haldið sem lítið innanfélagsmót í stað Framsýnarmóts/BRIM sem margbúið er að fresta. Tímamörkin í mótinu voru 60 mín + 30sek/leik sem gerði það kleift að halda mótið á tveim dögum. Þrjár umferðir voru tefldar fyrri daginn og tvær seinni daginn.

Smári Sigurðsson
Adrian Benedicto
Hermann Aðalsteinsson
Roman Juhas
Ævar Ákason
Sigurbjörn Ásmundsson
Hilmar Freyr Birgisson