Lokaumferð riðlakeppni Janúarmóts Hugins fer fram í kvöld. í Vestur- riðli er Rúnar Ísleifsson efstur með 3,5 vinninga en baráttan um annað sætið er hörð mill Karls Egils, Ármanns og Hermanns og stendur Karl Egill þar best af vígi með 3. vinninga í 2. sæti, en hann mætir Hermanni og Ármann mætir Rúnari. Einnig gæti Hjörleifur blandað sér í baráttuna um 2. sætið vinni hann sigur á Sigurbirni og önnur úrslit verði Hjörleifi hagstæð. Vestur-riðill á chess-results

Smári Sigurðsson
Smári Sigurðsson

 

Smári Sigurðsson hefur þegar tryggt sér sigurinn í Austur-riðli, enda einungis skák Hlyns Snæs og Sighvatar eftir og skipta úrslti í henni ekki máli þar sem lokastaðan hjá þremur efstu í riðlinum breytist ekki sama hvernig hún fer. Úrslit hennar geta þó breytt því hverjir enda í 4-5 sæti í riðlinum. Sigurður Daníelsson er öruggur með 2. sætið í riðlinum og Hlynur Snær endar í 3. sæti sama hvernig lokaskákin fer. Austur-riðill á chess-results

Stefnt er á úrslitakeppni (playoff) milli Vestur og Austur-riðils á Húsavík um næstu helgi en einstaka viðureignir geta frestast um einhverja daga.