Sjötta og næstsíðasta umferð Skákhátíðar MótX var tefld þriðjudagskvöldið 13. febrúar. Keppendur seildust djúpt í nýjustu fræði skáklistarinnar og snjöll tilþrif í bland við dýrkeyptar yfirsjónir héldu áhorfendum vel við efnið.
A flokkur
Jóhann Hjartarson og Björgvin Jónsson voru efstir og jafnir fyrir umferðina með fjóra vinninga hvor. Í humáttina komu Hannes Hlífar, Helgi Áss og Jón Viktor með 31/2 vinning hver en sá síðastnefndi sat yfir í 6. umferð.
Á efsta borði skildu stórmeistararnir Hannes Hlífar og Jóhann Hjartarson jafnir eftir að Hannes hafði átt ögn vænlegri færi framan af að mati Jóhanns. Á öðru borði fórnaði Helgi Áss skiptamun fyrir peð og góð tök á miðborðinu nægðu til að leggja starfsbróður hans úr stétt lögfróðra, Björgvin Jónsson, að velli í afar vandtefldri skák. Á þriðja borði skellti Jón L. Ingvar Þór með skarpri taflmennsku og var sigurinn verðskuldaður að sögn veflýsandans vinsæla, Ingvars Þórs.
Reynsla og útsjónarsemi Þrastar Þórhallssonar var efnispiltinum Vigni Vatnari ofviða og Leo Örn kom nokkuð á óvart með því að leggja hinn eitilharða sigurvegara síðasta árs, Daða Ómarsson, með svörtu. Kristján Eðvarðsson sneri á Benedikt Jónasson og Lenka tapaði naumlega í endatafli fyrir Guðmundi Halldórssyni eftir að hafa komið sér upp vænlegri stöðu.
Þorsteinn Þorsteinsson og Halldór Grétar skildu jafnir í vel tefldri skák af beggja hálfu og Baldur Kristinsson undirstrikaði enn frekar vaxandi styrk sinn með góðu jafntefli við nýbakaðan Norðurlandameistara, Oliver Jóhannesson.
Skákhátíð MótX – úrslit 6. umferðar 13. febrúar | ||||||||
Nafn | Stig | Vinn. | Úrslit | Vinn. | Nafn | Stig | ||
GM | Stefansson Hannes | 2523 | 3½ | ½ – ½ | 4 | GM | Hjartarson Johann | 2536 |
GM | Gretarsson Helgi Ass | 2441 | 3½ | 1 – 0 | 4 | IM | Jonsson Bjorgvin | 2349 |
GM | Arnason Jon L | 2457 | 3 | 1 – 0 | 3 | FM | Johannesson Ingvar Thor | 2352 |
GM | Thorhallsson Throstur | 2418 | 3 | 1 – 0 | 3 | FM | Stefansson Vignir Vatnar | 2304 |
FM | Thorsteinsson Thorsteinn | 2327 | 2½ | ½ – ½ | 2½ | FM | Einarsson Halldor Gretar | 2236 |
Omarsson Dadi | 2275 | 2½ | 0 – 1 | 2½ | Johannsson Orn Leo | 2200 | ||
Kristinsson Baldur | 2185 | 2½ | ½ – ½ | 2 | FM | Johannesson Oliver | 2277 | |
Edvardsson Kristjan | 2184 | 2 | 1 – 0 | 2 | FM | Jonasson Benedikt | 2248 | |
WGM | Ptacnikova Lenka | 2218 | 2 | 0 – 1 | 2 | Halldorsson Gudmundur | 2174 | |
FM | Ragnarsson Dagur | 2332 | ½ | – – + | 1 | CM | Birkisson Bardur Orn | 2190 |
GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2565 | 3 | ½ | not paired | |||
IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2466 | 3½ | ½ | not paired | |||
IM | Thorfinnsson Bjorn | 2400 | 2½ | ½ | not paired | |||
FM | Ulfarsson Magnus Orn | 2371 | 1½ | 0 | not paired | |||
IM | Jensson Einar Hjalti | 2336 | 3 | ½ | not paired | |||
FM | Asbjornsson Asgeir | 2267 | 2 | ½ | not paired | |||
FM | Sigfusson Sigurdur | 2228 | 2 | ½ | not paired |
Æsispennandi viðureignir í lokaumferðinni
Jóhann Hjartarson og Helgi Grétarson eru efstir að sex umferðum loknum með fjóra og hálfan vinninga hvor. Fast á á hæla þeirra með fjóra vinninga koma Hannes Hlífar, Björgvin Jónsson, Þröstur Þórhallsson, Jón Viktor og Jón L. Þrjá og hálfan vinning hafa Hjörvar Steinn, Örn Leó og Einar Hjalti.
Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 19.30 nær baráttan hámarki á þessu gríðarsterka móti. Þá stýrir Jóhann hvítu fylkingunni gegn svartstökkum Helga í skák sem ræður úrslitum í mótinu ef öðrum hvorum veitir betur. Björgvin hefur hvítt gegn Hannesi Hlífari, Þröstur hvítt gegn Jóni Viktori, Hjörvar Steinn hvítt gegn Jóni L. og Örn Leó leggur til Kristjáns undir merkjum hvítliða. Sjá aðrar viðureignir hér:
Skákhátíð MótX – Pörun 7. og síðustu umferðar | |||||||
Nafn | Stig | Vinn. | Vinn. | Nafn | Stig | ||
GM | Hjartarson Johann | 2536 | 4½ | 4½ | GM | Gretarsson Helgi Ass | 2441 |
IM | Jonsson Bjorgvin | 2349 | 4 | 4 | GM | Stefansson Hannes | 2523 |
GM | Thorhallsson Throstur | 2418 | 4 | 4 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2466 |
GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2565 | 3½ | 4 | GM | Arnason Jon L | 2457 |
Johannsson Orn Leo | 2200 | 3½ | 3 | Edvardsson Kristjan | 2184 | ||
FM | Stefansson Vignir Vatnar | 2304 | 3 | 3 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2400 |
FM | Johannesson Ingvar Thor | 2352 | 3 | 3 | Kristinsson Baldur | 2185 | |
Halldorsson Gudmundur | 2174 | 3 | 3 | FM | Thorsteinsson Thorsteinn | 2327 | |
FM | Einarsson Halldor Gretar | 2236 | 3 | 2½ | Omarsson Dadi | 2275 | |
FM | Sigfusson Sigurdur | 2228 | 2½ | 2½ | FM | Asbjornsson Asgeir | 2267 |
FM | Jonasson Benedikt | 2248 | 2 | 2 | CM | Birkisson Bardur Orn | 2190 |
WGM | Ptacnikova Lenka | 2218 | 2 | bye | |||
FM | Ulfarsson Magnus Orn | 2371 | 1½ | not paired | |||
IM | Jensson Einar Hjalti | 2336 | 3½ | not paired | |||
FM | Ragnarsson Dagur | 2332 | ½ | not paired | |||
FM | Johannesson Oliver | 2277 | 2½ | not paired |
Hvítir hrafnar
Tvær frestaðar skákir úr 4. umferð voru tefldar þriðjudaginn 13. febrúar. Björn Halldórsson og Júlíus Friðjónsson skildu jafnir eftir að Björn hafði staðið ögn betur. Jón Þorvaldson lagði Braga Halldórsson í hörkuskák þar sem allt var lagt undir. Bragi fékk ágæt færi framan af en varnir hans brustu í lokin undan sóknarþunga svarts
Jón, Bragi og Júlíus eru efstir og jafnir fyrir síðustu umferð með tvo og hálfan vinning hver að lokum fjórum umferðum.
Hvítir hrafnar – staðan fyrir lokaumferðina | |||||||||||||
Sæti | Nafn | Stig | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | Thorvaldsson Jon | 2170 | * | ½ | 1 | ½ | ½ | 2,5 | 5,25 | 0 | 1 | ||
2 | Fridjonsson Julius | 2137 | ½ | * | ½ | 1 | ½ | 2,5 | 4,25 | 0 | 1 | ||
3 | Halldorsson Bragi | 2082 | 0 | * | ½ | 1 | 1 | 2,5 | 3,5 | 0 | 2 | ||
4 | GM | Olafsson Fridrik | 2365 | ½ | ½ | ½ | * | ½ | 2 | 4,5 | 0 | 0 | |
5 | Thorvaldsson Jonas | 2258 | 0 | 0 | ½ | * | 1 | 1,5 | 2 | 0 | 1 | ||
6 | Halldorsson Bjorn | 2182 | ½ | ½ | 0 | 0 | * | 1 | 2,5 | 0 | 0 |
Fimmta og síðasta umferð Hvítra hrafna verður tefld þriðjudaginn 20. febrúar. Þá teflir Friðrik við Björn, Jón mætir Jónasi og Júlíus etur kappi við Braga.
B-flokkurinn
Þeir Siguringi, Gauti Páll og Birkri Ísak voru jafnir og efstir fyrir umferðina. Þrjár efstu viðureignir flokksins voru á efri hæðinni. Á efsta borði náði Siguringi að knésetja Birki Ísak með svörtu. Og þar sem hinn efnilegi Alexander Oliver Mai náði örugglega jafntefli gegn Gauta Páli á öðru borði, þá er Siguringi efstur fyrir lokaumferðina. Á þriðja borði var Hilimir Freyr nýkominn frá Finnlandi sem Norðurlandameistari og vann sigur á Agnari Tómasi eftir að hafa staðið höllum fæti alla skákina. Aron Þór Mai blandar sér svo í toppbaráttuna með því að vinna Ólaf Evert.
Í síðustu umferð eiga fjórir skákmenn möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar. Spennandi þriðjudagskvöld er framundan.