Skákþingi Hugins (N) lauk um helgina með sprúðlandi sigri Tómasar Veigars.

Mótið fór þannig fram að fyrst var teflt í tveimur riðlum, flippsturluðum austur og flippflennifínum vestur, og mættust riðlarnir svo í úrslitakeppni þar sem röð manna úr riðlakeppninni réði því um hvaða sæti þeir tefldu. Tómas Veigar var efstur í vesturriðli og Smári Sigurðsson í austurriðli og tefldu þeir því um meistaratitilinn.

Sigurður Daníelsson og Rúnar Ísleifsson tefldu um 3. sætið og lauk þeirri rimmu með sigri þess fyrrnefnda.

Úrslit voru að öðru leyti þannig:

Borð Austur Vestur Úrslit
1. Smári Sigurðsson Tómas Veigar Sigurðsson 0,5 – 1,5
2. Sigurður Daníelsson Rúnar Ísleifsson 1,5 – 0,5
1. Ævar Ákason Ármann Olgeirsson 0,5 – 1,5
2. Hlynur Snær Viðarsson Hermann Aðalsteinsson 1,5 – 0,5
1. Sighvatur Karlsson Sigurbjörn Ásmundsson 2 – 0
2. Kristján Ingi Smárason Heimir Bessason 1,5 – 0,5

 

Lokastaðan

1. Tómas Veigar Sigurðarson
2. Smári Sigurðsson
3. Sigurður Daníelsson
4. Rúnar Ísleifsson
5. Ármann Olgeirsson
6. Ævar Ákason
7. Hlynur Snær Viðarsson
8. Hermann Aðalsteinsson
9. Sighvatur Karlsson
10. Sigurbjörn Ásmundsson
11. Kristján Ingi Smárason
12. Heimir Bessason

Skákir

 

Úrslit og skákir úr riðlum:

https://skakhuginn.is/smari-og-tomas-sigrudu-i-undanridlum-skakthings-hugins-n/