Síðasti viðburður skáktímabilsins 2022-23 hjá Skákfélaginu Goðanum verður Maíhraðskákmót Goðans sem fram fer að Vöglum í Fnjóskadal laugardaginn 6. maí kl 14:00. Áætlað er að mótinu ljúki um kl 16:00
Gert er ráð fyrir að tefla 7 umferðir með tímamörkunum 5 mín +5 sek/leik, ef keppendafjöldi leyfir. Ókeypis er í mótið og fá 3 efstu félagsmenn Goðans verðlaun.
Skráning er hafin í mótið og tekur Hermann við skráningum á netfangið lyngbrekku@simnet.is eða í síma 8213187.