Hópmynd af keppendum fyrir utan Vaglir á Fnjóskadal

Smári Sigurðsson vann sigur á Maíhraðskákmóti Goðans 2023 sem fram fór að Vöglum í Vaglaskógi í dag. Smári fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar Ísleifsson, Kári Arnór Kárason og Jakob Sævar Sigurðsson komu næstir með 5 vinninga hver, en Rúnar hreppti silfrið og Kári Arnór bronsið, eftir oddastiga útreikning.

Þrír efstu. Rúnar Ísleifsson, Smári Sigurðsson og Kári Arnór Kárason

Tefldar voru 7 umferðir og voru tímamörk 5 mín + 5 sek/leik í viðbótartíma. 15 keppendur tóku þátt í mótinu sem er næst fjölmennasta mót hjá Goðanum á tímabilinu, en mótið markaði endalok skáktímabilsins 2022-23. Mótið á chess-results

Lokastaðan
Rk. SNo Name sex FED Rtg Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3 Rp
1 1
Smari, Sigurdsson ISL 1939 Goðinn 5,5 0 5 31 1698
2 3
Runar, Isleifsson ISL 1784 Goðinn 5 1 5 30 1568
3 12
Kari Arnor, Karason ISL 0 Goðinn 5 1 5 27,5 1643
4 2
Jakob Saevar, Sigurdsson ISL 1862 Goðinn 5 1 4 30 1557
5 7
Kristjan Ingi, Smarason ISL 1376 Goðinn 4,5 0 4 30,5 1614
6 8
Kristijonas, Valanciunas LTU 1256 Goðinn 4 0 4 25,5 1504
7 4
Hermann, Adalsteinsson ISL 1591 Goðinn 4 0 4 21,5 1274
8 6
Jon Adalsteinn, Hermannsson ISL 1405 Goðinn 4 0 3 22 1292
9 5
Aevar, Akason ISL 1435 Goðinn 3,5 0 3 25 1293
10 9
Magnus Ingi, Asgeirsson ISL 0 Goðinn 3 2 2 25 1129
11 10
Ari, Ingolfsson ISL 0 Goðinn 3 1 2 21,5 1177
12 14
Asgeir, Magnusson ISL 0 Utan félags 3 0 2 18,5 1010
13 11
Eythor Kari, Ingolfsson ISL 0 Goðinn 2,5 0 1 17,5 948
14 15
Sigmundur, Thorgrimsson ISL 0 Goðinn 2 1 1 20,5 936
15 13
Annija, Kotleva w ISL 0 Goðinn 2 0 0 22 966

Ásgeir Magnússon og Annija Kotleva voru að taka þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti í dag. Einnig mættu þeir Jón Aðalsteinn Hermannsson, Ari Ingólfsson og Eyþór Kári Ingólfsson á sitt fyrsta skákmót í langan tíma í dag, en þeir voru talsvert virkir fyrir um áratug. Mótið var tittölulega jafnt og allir keppendur náðu amk. einum vinning, auk yfirsetu.

Hér fyrir neðan má skoða nokkrar myndir frá mótinu sem Railis Kotlevs tók.

Hópmynd af keppendum fyrir utan Vaglir á Fnjóskadal. Annija Kotleva, Jón Aðalsteinn Hermannson, Jakob Sævar Sigurðsson, Eyþór Karí Ingólfsson, Ari Ingólfsson, Ævar Ákason, Ásgeir Magnússon, Magnús Ingi Ásgeirsson, Kristijonas, Valanciunas, Sigmundur Þorgrímsson, Smári Sigurðsson, Kristján Ingi Smárason, Kári Arnór Kárason, Hermann Aðalsteinsson og Rúnar Ísleifsson
Ari og Eyþór Ingólfssynir
Frá mótinu í dag
Frá mótinu í dag
Frá mótinu í dag
Feðgarnir Magnús Ingi Ásgeirsson og Ásgeir Magnússon
Séð yfir skáksalinn