1.7.2011 kl. 20:22
Ný alþjóðleg skákstig.
Ný alþjóðleg skákstig voru gefin út í dag. Afar litlar breytingar eru á stigum okkar manna frá síðasta lista. Björn Þorsteinsson hækkar um eitt stig en aðrir standa í stað. Fyrir mistök skilaði Stigamót Hellis sér ekki til útreiknings nú en mótið verður reiknað til stiga 1. september.
Þess vegna breytast stig Sigurðar Daða og Einars Hjalta ekkert.
Sigurður Daði er stigahæstur okkar manna, en 11 félagsmenn eru með alþjóðleg skákstig.
Jón Þorvaldsson vantar aðeins eina skák til að ná inn á listann og það styttist mjög í að Páll Ágúst og Sigurður Jón vinni sér inn alþjóðleg skákstig.
Sigurður Daði Sigfússon 2337 0
Ásgeir P Ásbjörnsson 2303 0
Þröstur Árnason 2280 0
Hlíðar Þór Hreinsson 2253 0
Kristján Eðvarðsson 2230 0
Einar Hjalti Jensson 2227 0
Björn Þorsteinsson 2214 +1
Tómas Björnsson 2162 0
Sveinn Arnarsson 1934 0
Jakob Sævar Sigurðsson 1789 0
Barði Einarsson 1755 0
Sjá allan listann hér: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1177069/
