Öðlingamótið. Jón, Björn og Páll unnu.

Björn Þorsteinsson, Jón Þorvaldsson, Páll Ágúst Jónsson og Sigurður Jón Gunnarsson hófu Keppni á öðlingamótinu (40 ára og eldri) í skák sem hófst í gærkvöldi í Reykjavík.  Björn, Jón og Páll unnu sínar skákir gegn stigalægri andstæðingum en Sigurður Jón tapaði fyrir Braga Halldórssyni (2194) en Bragi er sjöundi stigahæsti keppandinn á mótinu og núverandi öðlingmeistari.

Alls taka 40 keppendur þátt í mótinu. Ekki er búið að para í næstu umferð því tveimur skákum var frestað í gær. Pörun í 2. umferð verður birt um leið og hún liggur fyrir. Tefldar verða sjö umferðir einu sinni í viku og mótinu lýkur ekki fyrr en 11. maí.

Björn Þorsteinsson er 5 stigahæsti keppandinn á mótinu og Jón þorvaldsson er 11. stigahæstur.

Sjá nánar um mótið á chess-results
http://chess-results.com/tnr46610.aspx?art=4&lan=1&fed=ISL&m=-1&wi=1000