Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á Huginsæfing sem haldin var 13. septembert sl. Óskar vanna alla andstæðinga sína fimm að tölu á æfingunni og leysti auk þess dæmi æfingarinnar rétt og fékk því samtals 6v. Annar var Stefán Orri Davíðsson með 5v. Stefán tapaði fyrir Óskari en vann aðrar skákir og fékk 4v úr skákunum og leysti dæmið rétt. Í þriðja sæti var Elfar Ingi Þorsteinsson með 4,5v. Elfar náði sér þar með í sín fyrstu verðlaun á þessum æfingum en hann byrjaði að æfa í fyrra og hafði áður nokkrum sinnum misst af verðlaunasæti eftir stigaútreikning. Elfar gerði jafntefli við Baltasar og tapaði fyrir Stefáni Orra og leysti dæmið rétt eins og flestir á æfingunni.
Dæmið á þessari æfingu var skákþaut þar sem hvítur á leik og á að máta í fjórða leik. Ekki var um að ræða krossapróf heldur áti að skrifa upp rétta lausn. Flestir leystu dæmið réttt en þó með smá aðstoð. Það virðist vera vandamál hjá mörgum að þótt þeim sé sagt að þau verði að skoða alla möguleika, þá séu þeir möguleikar sem fela í sér fórn aðeins skoðaðir lauslega og hafnað án þess að þeir séu reiknaðir til enda, ef lausnin felst í leikjaröð sem er lengri en 1-2 leikir. Þetta á að vera mjög auðvelt að laga með því að glíma við skákdæmi og þrautir.
Í yngri flokkurinn vannst einnig með fullu húsi en það gerði að þessu sinn Einar Tryggvi Petersen með 5v í jafn mörgum skákum. Einar Tryggvi hefur ekki áður mætt á þessar æfingar en tók yngri flokkin með stæl og vann. Annar var Einar Dagur Brynjarsson með 4v. Næstir komu Andri Hrannar Elvarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Brynjólfur Jan Brynjólfsson með 3v. Andri Hrannar var þeirra hæstur á stigum og hreppti þriðja sætið.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Batel Goitom Haile, Ívar Lúðvíksson, Rayan Sharifa, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Davíð Pétur Gunnarsson, Viktor Már Guðmundsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynjar Haraldsson, Soffia, Viktoria, Einar Tryggvi Petersen, Einar Dagur Brynjarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Brynjólfur Jan Brynjólfsson, Gunnar Freyr Valsson, Whibet Haile, Emil Sær Birgisson og Gabríel Valgeirsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 19. september 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmið á æfingunni: