Að loknum sex umferðum í Meistaramóti Hugins er Davíð Kjartansson efstur með 5,5v og hefur vinningsforskot á næstu menn. Það eru Björgvin Víglundsson og Mikael Jóhann Karlsson með 4,5v. Mikael Jóhann gerði jafntefli við Davíð í 6. umferð í köflóttri skák sem gat farið á ýmsa vegu en jafnteflið dugði til að hald lífi í toppbaráttunni. Á meðan vann Björgvin snaggarlegan sigur á Degi Ragnarssyni.Í síðustu umferð mætast Davíð og Björgvin þannig að það allt opið ennþá á toppnum. Mikael Jóhann mun hins vegar glíma við Sævar Bjarnason.

Í baráttunni um það hver verður skákmeistari Hugins stendur David Kolka best að vígi með 4,5v með Vigfús Ó. Vigfússon hefur 4v. Aðrir blanda sér ekki þessa baráttu úr þessu. Í lokaumferðinni teflir Dawid við Jón Traust Harðarson og er óvíst hversu mikið hann þarf að gera í þeirri viðureign til að landa titlinum því Vigfús fær það erfiða hlutverk að tefla við Dag Ragnarsson. Lokaumferðin mun svo skipta miklu um það hverjir hreppa stigaverðlaun og unglingaverðlaun.

Lokaumferðin fer fram mánudagskvöldið 19. september og hefst kl. 19.30. Staðan að lokinni 6. umferð í chess-results:

Pörun 7. umferðar

Borð Nafn Vinn. Úrslit Vinn. Nafn
1 FM Kjartansson David Viglundsson Bjorgvin
2 IM Bjarnason Saevar 4 Karlsson Mikael Johann
3 Kolka Dawid 4 4 Hardarson Jon Trausti
4 FM Ragnarsson Dagur Vigfusson Vigfus
5 Briem Hedinn 3 Mai Alexander Oliver
6 Davidsson Oskar Vikingur 3 3 Mai Aron Thor
7 Ragnarsson Heimir Pall 3 3 Briem Stephan
8 Sigurvaldason Hjalmar 2 Magnusson Thorsteinn
9 Davidsson Stefan Orri 2 2 Sigurdarson Alec Elias
10 Johannsson Johann Bernhard Briem Benedikt

 

Búið er að slá inn skákir 5. og 6. umferðar og hægt að velja þá skák sem þið viljið skoða með því að smella á flettiglugann fyrir ofan stöðumyndina.