Reykjavík Open 2023 Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Smári Sigurðsson gerði jafntefli gegn Brendan Kolar (0) í lokaumferð Reykjavík Open sem lauk sl. þriðjudag. Smári varð í sæti 230-292. með 4 vinninga á mótinu.

Kristján Ingi Smárason tapaði fyrir Lisseth Acevedo Mendez (1816) og endaði í sæti 293-336 með 3,5 vinninga. Kristján hækkar þó væntanlega um 40 stig eftir góð úrslit gegn stigahærri andstæðingum.

Sighvatur Karlsson vann Hafthor Haarde Vignisson í lokaumferðinni og endaði í sæti 370-389 með 2,5 vinninga.

Svíinn Nils Grandelius vann mótið með 7,5 vinninga.

Mótið á chess results.