Rúnar Ísleifsson og Sigurður Daníelsson

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017 eftir að hafa unnið Rúnar Ísleifsson í úrslitakeppni Janúarmótsins sem fór fram 11. febrúar. Sigurður og Rúnar tefldu tvær einvígisskákir um fyrsta sætið á mótinu og hafði Sigurður betur í þeim báðum. Tómas Veigar Sigurðarson, sem vann Hermann Aðalsteinsson 2-0, varð í 3. sæti.

Rúnar Ísleifsson og Sigurður Daníelsson

Smári Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson tefldu um 5. sætið á mótinu og gerðu þeir jafntefli í báðum skákunum, en Smári hafði betur í hraðskákeingvígi 1,5-0,5

Hjörtur Steinbergsson vann Sigurbjörn Ásmundsson 2-0 og hreppti Hjörtur því 7. sætið.

Ármann Olgeirsson og Sighvatur Karlsson kepptu um 9. sætið og fór einvígið 1-1. Þeir tefldu því tvær hraðskákir um endalegt sæti og fór sú viðureign einnig 1-1. Þá tefldu þeir armageddosn skák og þá hefði Ármann betur.

Ævar Ákason og Piotr Wypior tefldu um 11. sætið og hafði Ævar þar betur 2-0. Ævar og Piotr tóku ekki þátt í riðlakeppninni heldur var þeim bætt við inn í úrslitakeppnina á neðsta borð.

Lokastaðan:

  1. Sigurður Daníelsson
  2. Rúnar Ísleifsson
  3. Tómas Veigar Sigurðarson
  4. Hermann Aðalsteinsson
  5. Smári Sigurðsson
  6. Hjörleifur Halldórsson
  7. Hjörtur Steinbergsson
  8. Sigurbjörn Ásmundsson
  9. Ármann Olgeirsson
  10. Sighvatur Karlsson
  11. Ævar Ákason
  12. Piotr Wypior

Úrslitakeppnin á chess-results.