Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017 eftir að hafa unnið Rúnar Ísleifsson í úrslitakeppni Janúarmótsins sem fór fram 11. febrúar. Sigurður og Rúnar tefldu tvær einvígisskákir um fyrsta sætið á mótinu og hafði Sigurður betur í þeim báðum. Tómas Veigar Sigurðarson, sem vann Hermann Aðalsteinsson 2-0, varð í 3. sæti.
Smári Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson tefldu um 5. sætið á mótinu og gerðu þeir jafntefli í báðum skákunum, en Smári hafði betur í hraðskákeingvígi 1,5-0,5
Hjörtur Steinbergsson vann Sigurbjörn Ásmundsson 2-0 og hreppti Hjörtur því 7. sætið.
Ármann Olgeirsson og Sighvatur Karlsson kepptu um 9. sætið og fór einvígið 1-1. Þeir tefldu því tvær hraðskákir um endalegt sæti og fór sú viðureign einnig 1-1. Þá tefldu þeir armageddosn skák og þá hefði Ármann betur.
Ævar Ákason og Piotr Wypior tefldu um 11. sætið og hafði Ævar þar betur 2-0. Ævar og Piotr tóku ekki þátt í riðlakeppninni heldur var þeim bætt við inn í úrslitakeppnina á neðsta borð.
Lokastaðan:
- Sigurður Daníelsson
- Rúnar Ísleifsson
- Tómas Veigar Sigurðarson
- Hermann Aðalsteinsson
- Smári Sigurðsson
- Hjörleifur Halldórsson
- Hjörtur Steinbergsson
- Sigurbjörn Ásmundsson
- Ármann Olgeirsson
- Sighvatur Karlsson
- Ævar Ákason
- Piotr Wypior
Úrslitakeppnin á chess-results.