Skáksveit Hafralækjarskóla sigraði á Laugamótinu.

Skáksveit Hafralækjarskóla í Aðaldal sigraði á grunnskólamóti Framhaldsskólans á Laugum sem fram fór í dag.   Sveit Hafralækjarskóla fékk  10 vinninga af 12 mögulegum. 4 sveitir tóku þátt í mótinu.  Úrslit urðu eftirfarandi :

1.     Hafralækjarskóli      10 vinningar af 12 mögulegum

2-3.  Reykjahlíðarskóli      7

2-3.  Litlulaugaskóli          7

4.     Stórutjarnaskóli       0

Dagur Þorgrímsson náði bestum árangri á 1. borði fyrir Hafralækjarskóla, en hann vann allar sínar skákir.  Sveitirnar voru skipaðar 4 keppendum hver og tefldu tveir strákar og tvær stúlkur frá hverjum skóla. Tefldar voru skákir með 10 mín. umhugsunartíma á mann. H.A.