10.12.2009 kl. 00:00
Smári og Erlingur efstir á æfingu.
Smári Sigurðsson og Erlingur Þorsteinsson urðu efstir og jafnir með 5,5 vinninga á skákæfingu kvöldsins á Húsavík. Þeir gerðu jafntefli sín á milli. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.
Úrslit kvöldsins :
1-2. Smári Sigurðsson 5,5 af 6 mögul.
1-2. Erlingur Þorsteinsson 5,5
3. Hermann Aðalsteinsson 3,5
4-5. Heimir Bessason 2
4-5. Sigurbjörn Ásmundsson 2
6. Árni Garðar Helgason 1,5
7. Hlynur Snær Viðarsson 1
Síðasta skákæfing ársins verður á Stórutjörnum að viku liðinni. Síðasta skákmót ársins verður 28 desember á Húsavík. H.A.
