Riðlakeppni Skákþings Hugins í Þingeyjarsýslu er lokið. 11 skákmenn taka þátt í mótinu og er það teflt í tveimur riðlum, flippsturluðum austurriðli (teflt á Húsavík) og flippflennifínum vesturriðli (teflt á Vöglum).
Flippsturlaður austurrilill
Í austurriðli eru 6 keppendur sem tefla allir við alla. Smári Sigurðsson og Sigurður Daníelsson enduðu efstir og jafnir með 4 vinninga af 5 mögulegum, en Smári er sjónarmun á undan þar sem hann hafði betur í innbyrðisviðureign þeirra félaga. Sigurður Daníelsson er því í öðru sæti og Ævar Ákason í þriðja sæti með 3 vinninga.
Flippsturlaður austurriðill | ||||||
Sæti. | Nafn | Stig | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
1 | Sigurdsson Smari | 1870 | 4 | 1 | 4 | 9 |
2 | Danielsson Sigurdur | 1780 | 4 | 0 | 4 | 7 |
3 | Akason Aevar | 1501 | 3 | 0 | 3 | 4 |
4 | Vidarsson Hlynur Snaer | 1476 | 2 | 1 | 2 | 2 |
5 | Karlsson Sighvatur | 1274 | 2 | 0 | 2 | 4 |
6 | Smarason Kristjan Ingi | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
- Skoða má stöðuna í austurriðli hér.
Flippflennifínn vesturriðill
Í vesturriðli, sem er tefldur á Vöglum í Fnjóskadal, eru fimm keppendur.
Tómas Veigar Sigurðarson lagði alla andstæðinga sína og er því efstur. Rúnar Ísleifsson er í 2. sæti með 3 vinninga og Ármann Olgeirsson og Hermann Aðalsteinsson eru jafnir í 3.-4. sæti með 1,5 vinning. Ármann er sjónarmun á undan og teflir því um 5.-6. sætið í úrslitakeppninni.
Flippflennifínn vesturriðill | |||||||
Sæti | Töfluröð | Nafn | Stig | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
1 | 4 | Sigurdarson Tomas Veigar | 1981 | 4 | 0 | 4 | 6 |
2 | 5 | Isleifsson Runar | 1821 | 3 | 0 | 3 | 3 |
3 | 1 | Olgeirsson Armann | 1513 | 1,5 | 0,5 | 1 | 0,75 |
2 | Adalsteinsson Hermann | 1589 | 1,5 | 0,5 | 1 | 0,75 | |
5 | 3 | Asmundsson Sigurbjorn | 1417 | 0 | 0 | 0 | 0 |
- Skoða má stöðuna í vesturriðli hér.
Sprúðlandi úrslitakeppni
Úrslitakeppni Skákþingsins fer fram á næstu vikum. Hún fer þannig fram að sigurvegarar riðlanna tefla um 1. og 2. sætið o.s.frv.
1.-2. | Tómas Veigar Sigurðarson | Smári Sigurðsson |
3.-4. | Rúnar Ísleifsson | Sigurður Daníelsson |
5.-6. | Ármann Olgeirsson | Ævar Ákason |
7.-8. | Hermann Aðalsteinsson | Hlynur Snær Viðarsson |
9.-10. | Sigurbjörn Ásmundsson | Sighvatur Karlsson |
11.-12. | Kristján Ingi Smárason |