Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 29. janúar sl. Vigfús fékk 6,5v í sjö skákum og kom jafnteflið lokaumferðinn í skák við Hörð Jónasson. Hörður varðist fimlega í erfiðri stöðu í miðtaflinu og með verri tíma. Hann hélt stöðu sinn samt saman og möguleikum opnum og var kominn með yfirhöndina í endataflinu þegar jafntefli var samið í tímahraki. Þessi skák var síðust til að ljúka. Næstir komu Gunnar Nikulásson og Hjálmar Sigurvaldason með 5v og var Gunnar hærri á stigum og hlaut annað sætið og Hjálmar það þriðja. Reyndar hafði Gunnar möguleika á sigri fram í síðustu umferð ef hún hefði teflst honum í hag. Tap í lokaumferðinni gegn Oddi Tómasi Oddssyni lokaði þeim möguleika. Oddur Tómas var þarna á sínu fyrsta hraðkvöldi og óx ásmegin með hverri umferð.

Tölvan dró töluna 5 í happdrættinu sem var tala hins heppna Sigurðar Freys Jónatansson sem dráttarvélin á randaom.org hefur mikið dálæti á. Vigfús og Sigurður voru sammála í vali á verðlaunum og tóku báðir miða frá Saffran. Næsta skákkvöld verður mánudaginn 5. febrúar og þá verður hraðkvöld.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Vigfús Ó. Vigfússon, 6,5v/7
  2. Gunnar Nikulásson, 5v
  3. Hjálmar Sigurvaldasons, 5v
  4. Hörður Jónasson, 3,5v
  5. Sigurður Freyr Jónatansson, 3,5v
  6. Björgvin Kristbergsson, 3v
  7. Oddur Tómas Oddsson, 3v
  8. Pétur Jóhannesson, 1,5v
  9. Batel Goitom Haile, 1v

Lokastaðan í chess-results: