Fjórða umferð Skákhátíðar MótX var tefld þriðjudagskvöldið 30. janúar. Skákmenn kepptust við að þjarma hver að öðrum strax í byrjun með heimabrugguðum launráðum, fylkingum laust saman og vopnabrak mikið dundi um valinn. Svo mikið gekk á að leikjum var víxlað og ólöglegir leikir spruttu úr krumlum ráðvöndustu manna.

A flokkur

Efstir fyrir umferðina voru kempurnar Hjörvar Steinn Grétarsson, Björgvin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson með tvo og hálfan vinning hver. Hjörvar Steinn sat yfir í fjórðu umferðinni en á efsta borði mættust forystusauðirnir Björgvin Jónsson og Halldór Grétar. Björgvin kom afar vel undirbúinn til leiks eins og hans er háttur, þann veg að Halldór Grétar, sem hafði leikið á als oddi á Skákhátíðinni fram að þessu, var skotinn niður með þeirri tegund lásboga er rýfur hverja brynvörn.

Á öðru borði mætti stórmeistarahrellirinn Þorsteinn Þorsteinsson Jóhanni Hjartarsyni. Úr varð hörkuskák þar sem allt virtist stefna í jafntefli þegar Þorsteinn hleypti taflinu upp á drottningarvæng. Reyndist upphlaup það feigðarflan hið mesta og laut hinn öflugi kappi Þorsteinn í dúk með brotinn boga og brostinn streng.

Þröstur Þórhallsson lagði Björn Þorfinnsson í vel útfærðri skák þar sem Þröstur fann réttu leiðina í vandasömu drottningarendatafli. Jón L var lengi vel með mun betra gegn Erni Leó og líklegast unnið á einhverjum stað en arnarljónið unga varðist af grimmd og hélt jöfnu. Meistarabaninn Baldur Kristinsson hélt uppteknum hætti og lagði hinn firnasterka fidemeistara Magnús Örn.

Mest gekk á í skák Huginskappanna Ingvars Þórs Jóhannessonar og Kristján Eðvarðssonar sem breyttist í örleikrit þegar á því harðasta stóð. Rétt eftir að Kristján lék jafnteflisstöðu niður í tapað tafl, henti það Ingvar Þór að leika ólöglegum leik. Gefum Ingvari orðið: „Ég veit ekki hvað ég hef teflt margar kappskákir, örugglega yfir 1.000, en þetta er í fyrsta skipti sem ég leik ólöglegum leik. Til að toppa þvæluna hefði ég getað verið sjúklega óheppinn. Ef það hefði ekki verið peð á f4, hefði ég orðið að bera drottninguna fyrir – snertur maður hreyfður! Þá hefði ég tapað „on the spot“ eins og maður segir. Það hefði nú verið meiri sagan!“

Önnur úrslit voru þau að Vignir Vatnar lagði félaga sinn úr TR, Benedikt Jónasson, sem var funheitur á Gestamótinu í fyrra en hefur ekki verið sjálfum sér líkur á þessu móti. Annað öflugt TR tvíeyki tókst á þar sem Daði Ómarsson lagði félaga sinn Bárð Örn Birkisson. Lenka náði loks vopnum sínum gegn Degi Ragnarssyni en Guðmundur Halldórsson og Oliver Jóhannesson skildu jafnir.

 

Skákhátíð MótX – 4. umferð í A-flokki
Nafn Stig Vinn. Úrslit Vinn. Nafn Stig
IM Jonsson Bjorgvin  2349 1 – 0 FM Einarsson Halldor Gretar  2236
FM Thorsteinsson Thorsteinn  2327 2 0 – 1 2 GM Hjartarson Johann  2536
GM Thorhallsson Throstur  2418 2 1 – 0 2 IM Thorfinnsson Bjorn  2400
GM Arnason Jon L  2457 ½ – ½ Johannsson Orn Leo  2200
Kristinsson Baldur  2185 1 – 0 FM Ulfarsson Magnus Orn  2371
Halldorsson Gudmundur  2174 ½ – ½ FM Johannesson Oliver  2277
FM Johannesson Ingvar Thor  2352 1 1 – 0 1 Edvardsson Kristjan  2184
FM Jonasson Benedikt  2248 1 0 – 1 1 FM Stefansson Vignir Vatnar  2304
Omarsson Dadi  2275 1 1 – 0 1 CM Birkisson Bardur Orn  2190
WGM Ptacnikova Lenka  2218 ½ 1 – 0 0 FM Ragnarsson Dagur  2332
GM Gretarsson Hjorvar Steinn  2565 ½ not paired
GM Stefansson Hannes  2523 2 ½ not paired
IM Gunnarsson Jon Viktor  2466 2 ½ not paired
GM Gretarsson Helgi Ass  2441 2 ½ not paired
IM Jensson Einar Hjalti  2336 2 ½ not paired
FM Asbjornsson Asgeir  2267 1 ½ not paired
FM Sigfusson Sigurdur  2228 ½ not paired

 

Stórmeistararimmur í 5. umferð

Alþjóðlegi meistarinn lögvísi, Björgvin Jónsson, er einn efstur að fjórum umferðum loknum með þrjá og hálfan vinning. Í humáttina koma tveir lögfróðir stórmeistarar og einn fasteignasérfræðingur: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Þröstur Þórhallsson með þrjá vinninga hver. Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 19.30 verður baráttunni haldið áfram. Björgvin situr yfir en tveimur efstu borðum verður stórmeistaraslagur af bestu gerð. Jóhann Hjartarson hefur hvítt á móti Hjörvari Steini og Hannes Hlífar, nýkominn að utan, stýrir hvítu mönnunum gegn Þresti Þórhallssyni. Sjá aðrar viðureignir hér:

Skákhátíð MótX – 5. umferð í A-flokki
Nafn Stig Vinn. Vinn. Nafn Stig
GM Hjartarson Johann  2536 3 3 GM Gretarsson Hjorvar Steinn  2565
GM Stefansson Hannes  2523 3 GM Thorhallsson Throstur  2418
IM Gunnarsson Jon Viktor  2466 Kristinsson Baldur  2185
FM Einarsson Halldor Gretar  2236 GM Gretarsson Helgi Ass  2441
FM Johannesson Oliver  2277 2 2 GM Arnason Jon L  2457
IM Thorfinnsson Bjorn  2400 2 2 Omarsson Dadi  2275
FM Sigfusson Sigurdur  2228 2 2 FM Johannesson Ingvar Thor  2352
Johannsson Orn Leo  2200 2 2 FM Thorsteinsson Thorsteinn  2327
FM Stefansson Vignir Vatnar  2304 2 2 Halldorsson Gudmundur  2174
FM Asbjornsson Asgeir  2267 WGM Ptacnikova Lenka  2218
FM Ulfarsson Magnus Orn  2371 1 FM Jonasson Benedikt  2248
CM Birkisson Bardur Orn  2190 1 1 Edvardsson Kristjan  2184
IM Jonsson Bjorgvin  2349 not paired
IM Jensson Einar Hjalti  2336 not paired
FM Ragnarsson Dagur  2332 0 not paired

 

Hvítir hrafnar

Þriðja umferð Hvítra hrafna var tefld 30. jan. Jónas Þorvaldsson lagði Björn Halldórsson með snaggaralegri kóngssókn, Friðrik Ólafsson og Bragi Halldórsson sættust á skiptan hlut eftir skammvinn vopnaviðskipti og Jón Þorvaldsson lét sverfa til stáls gegn Júlíusi Friðjónssyni sem hélt jöfnu á ystu nöf í langri skák.

Í fjórðu umferð Hvítra hrafna 6. feb. hefur Jónas Þorvaldsson hvítt gegn Friðriki Ólafssyni, Björn Halldórsson stýrir hvítum mönnunum gegn Júlíusi Friðjónssyni og Bragi Halldórsson hefur hvítt gegn Jóni Þorvaldssyni.

B flokkur

Gauti Páll hélt sínu striki og vann núna Aron Þór Mai. Er með hreint borð, kominn með vinningsforskot og þar að auki búinn að tefla við þann sem er í öðru sæti. Í öðru sæti er Siguringi Sigurjóns sem vann góðan sigur með svörtu á móti hinum efnilega Hilmi Frey Heimissyni. Jafnir Siguringa eru svo tveir efnilegir Breiðablikspiltar þeir Birkir Ísak og Stephan Briem. Birkir Ísak vann Kristján Örn Elíasson örugglega í fjórðu umferð, en Stephan sat yfir í skólabúðunum að Laugum í Sælingsdal.

Í B-flokknum keppa Blikar um Unglingameistaratitil Breiðabliks. Birkir Ísak vann 2014-15 en Stephan er núverandi meistari. Þeir tefla saman í næstu umferð og gæti sú skák gefið vísbendingu um næsta meistara. Annar hluthafi í öðru sætinu er Agnar Tómas Möller sem vann Óskar Long.

 

Skákhátíð MótX – 4. umferð í B-flokki
Nafn Stig Vinn. Úrslit Vinn. Nafn Stig
Jonsson Gauti Pall 2161 3 1 – 0 Mai Aron Thor 2066
CM Heimisson Hilmir Freyr 2136 0 – 1 2 Sigurjonsson Siguringi 2034
Davidsson Oskar Vikingur 1854 2 ½ – ½ 2 Mai Alexander Oliver 1970
Ulfsson Olafur Evert 1784 2 ½ – ½ 2 Sigurdsson Birkir Karl 1934
Einarsson Oskar Long 1785 2 0 – 1 2 Moller Agnar T 1925
Omarsson Kristofer 1744 2 ½ – ½ 2 Halldorsson Kristjan 1889
Eliasson Kristjan Orn 1846 0 – 1 2 Johannsson Birkir Isak 1760
Birkisson Bjorn Holm 2084 1 – 0 Birkisdottir Freyja 1483
Luu Robert 1680 1 – 0 Briem Benedikt 1464
Jonsson Olafur Gisli 1856 1 1 – 0 1 Sigfusson Ottar Orn Bergmann 1096
Heidarsson Arnar 1592 1 1 – 0 1 Steinthorsson Birgir Logi 1080
Gudmundsson Gunnar Erik 1491 1 0 – 1 1 Sigurdarson Alec Elias 1373
Alexandersson Orn 1366 1 1 – 0 1 Johannsson Hjortur Yngvi 1472
Davidsson Stefan Orri 1280 1 1 – 0 ½ Haile Batel Goitom 1421
Karlsson Isak Orri 1307 ½ 0 – 1 ½ Gunnarsson Baltasar Mani Wedhol 1268
Hilmarsson Andri Steinn 1606 0 1 bye
Briem Stephan 1890 ½ not paired
Jonatansson Sigurdur Freyr 1642 2 ½ not paired

 

Í fimmtu umferð spreytir Agnar Tómas Möller sig á því að reyna að stöðva Gauta Pál. Siguringi fær Björn Hólm og er sú skák mikilvæg fyrir báða aðila til að merkja sig í toppbaráttuna fyrir lokaátökin. Sjá aðrar viðureignir hér:

Skákhátíð MótX – 5. umferð í B-flokki
Nafn Stig Vinn. Vinn. Nafn Stig
Moller Agnar T 1925 3 4 Jonsson Gauti Pall 2161
Johannsson Birkir Isak 1760 3 3 Briem Stephan 1890
Sigurjonsson Siguringi 2034 3 Birkisson Bjorn Holm 2084
Jonatansson Sigurdur Freyr 1642 CM Heimisson Hilmir Freyr 2136
Mai Aron Thor 2066 Davidsson Oskar Vikingur 1854
Mai Alexander Oliver 1970 Omarsson Kristofer 1744
Sigurdsson Birkir Karl 1934 Luu Robert 1680
Halldorsson Kristjan 1889 Ulfsson Olafur Evert 1784
Sigurdarson Alec Elias 1373 2 2 Einarsson Oskar Long 1785
Davidsson Stefan Orri 1280 2 2 Heidarsson Arnar 1592
Birkisdottir Freyja 1483 2 Alexandersson Orn 1366
Briem Benedikt 1464 Eliasson Kristjan Orn 1846
Gunnarsson Baltasar Mani Wedhol 1268 1 Hilmarsson Andri Steinn 1606
Sigfusson Ottar Orn Bergmann 1096 1 1 Gudmundsson Gunnar Erik 1491
Steinthorsson Birgir Logi 1080 1 1 Johannsson Hjortur Yngvi 1472
Haile Batel Goitom 1421 ½ ½ Karlsson Isak Orri 1307
Jonsson Olafur Gisli 1856 2 not paired