Smári Sigurðsson vann sigur á Skákþingi Goðans/Meistaramót 2022 sem lauk í dag. Smári fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum og fór taplaus í gegnum mótið. Smári Sigurðsson er því skákmeistari Goðans 2022.
Hermann Aðalsteinsson varð í öðru sæti með 5 vinninga. Rúnar Ísleifsson, sem einnig fékk 5 vinninga en var aðeins lægri en Hermann á oddastigum, varð í þriðja sæti. Hart var barist um efstu 5 sætin í mótinu og munaði aðeins 1 vinning á fimm efstu.
Smári Sigurðsson var að vinna titilinn skákmeistari Goðans í fjórða sinn, en áður hafði hann unnið titilinn árin 2007, 2008 og 2013.
Lokastaðan.
Rk. | SNo | Name | FED | Rtg | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | 5 | Sigurdsson Smari | ISL | 1914 | 5,5 | 0,0 | 4 | 22,5 | |
2 | 2 | Adalsteinsson Hermann | ISL | 1574 | 5,0 | 1,0 | 5 | 23,0 | |
3 | 1 | Isleifsson Runar | ISL | 1815 | 5,0 | 0,0 | 4 | 23,0 | |
4 | 7 | Smarason Kristjan Ingi | ISL | 1436 | 4,5 | 0,5 | 3 | 23,5 | |
5 | 3 | Sigurdsson Jakob Saevar | ISL | 1802 | 4,5 | 0,5 | 3 | 23,5 | |
6 | 8 | Asmundsson Sigurbjorn | ISL | 1433 | 1,5 | 0,0 | 1 | 26,5 | |
7 | 6 | Akason Aevar | ISL | 1579 | 1,0 | 1,0 | 1 | 27,0 | |
8 | 4 | Thorhallsson Tryggvi | ISL | 0 | 1,0 | 0,0 | 1 | 27,0 |
Mótið í ár var atskákmót með 20 mín og 5 sek/leik í umhugsunartíma og allir tefldu við alla. Alls tóku 8 keppendur þátt í mótinu sem fram fór að Vöglum í Fnjóskadal.
Skákþingið var lokapunkturinn á vetrarstarfi Goðans, en þráðurinn verður aftur tekinn upp með haustinu.
Myndir frá mótinu