Skákþing Goðans/Meistaramót 2022 hefst fimmtudaginn 21 apríl (sumardaginn fyrsta) á Vöglum í Fnjóskadal. Að þessu sinni verður mótið atskákmót og allir tefla við alla. Umferðafjöldi fer eftir keppendafjölda. Tímamörk verða 20 mín+5 sek/leik. Mótið hefst stundvíslega kl 13:00 21. apríl. Mótið verður reiknað til atskákstiga.

Ljóst er að ekki geta allir teflt á morgun, fimmtudag og verður því þeim skákum frestað. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær frestaðar skákir verða tefldar á þessari stundu.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu og sigurvegarinn fær nafnbótina Skákmeistari Goðans 2022 og farandbikar til varveislu næsta árið. Mótið er öllum opið en einungis félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna.

Skákþing Goðans var fyrst haldið árið 2004 verður því mótið nú það 19 í röðinni. Jakob Sævar Sigurðsson er núverandi skákmeistari Goðans en Rúnar Ísleifsson hefur oftast hampað nafnbótinni Skákmeistari Goðans, eða alls 5 sinnum.

Skráning í mótið er hjá Hermanni í síma 8213187, en tekið verður við skráningum þar til 10:25 á mótsdegi.

Mótið á chess-results.

(Frétt uppfærð kl 9:00 20 apríl)