Sigurður Daníelsson, Smári Sigurðsson, Sigurður Eiríksson og Tómas Veigar Sigurðarson

Smári Sigurðsson varð héraðsmeistari HSÞ 2021 í skák í dag en mótið fór fram á Húsavík. Smári fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Sigurður Eiríksson vann alla sína andstæðinga og mótið sjálft þar með, en þar sem hann keppti sem gestur á mótinu gat hann ekki unnið til verðlauna. Sigurður Daníelsson varð annar með 5 vinninga og Tómas Veigar Sigurðarson þriðji með 4 vinninga.

Tveir nýliðar, Húsvíkingurinn Hilmar Freyr Birgisson og Ólafur Ingvi Sigurðsson úr Þistilfirði, voru að taka þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti og gekk þeim vel. Hilmar Freyr fékk 3 vinninga og Ólafur Ingvi 1 vinning. Gamla kempan Sigurjón Benediktsson tók líka þátt í sínu fyrsta skákmóti í mjög langan tíma. Mótið á chess-results.

Lokastaðan.
Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Eiriksson Sigurdur ISL 1865 7,0 0,0 7 27,5
2 2 Sigurdsson Smari ISL 1880 5,5 0,0 5 27,5
3 6 Danielsson Sigurdur ISL 1823 5,0 0,0 5 26,0
4 1 Sigurdarson Tomas Veigar ISL 2048 4,0 0,0 4 25,0
5 9 Smarason Kristjan Ingi ISL 1407 3,5 0,0 3 26,0
6 5 Sigurdsson Jakob Saevar ISL 1847 3,5 0,0 3 22,0
7 4 Isleifsson Runar ISL 1860 3,5 0,0 2 27,5
8 7 Adalsteinsson Hermann ISL 1650 3,0 0,0 3 27,0
9 11 Birgisson Hilmar Freyr ISL 0 3,0 0,0 3 21,5
10 8 Asmundsson Sigurbjorn ISL 1436 2,0 0,0 2 23,0
11 12 Sigurdsson Olafur Ingvi ISL 0 1,0 1,0 1 21,0
12 10 Benediktsson Sigurjon ISL 0 1,0 0,0 1 20,0

Myndir frá mótinu.

Hilmar Freyr Birgisson
Ólafur Ingvi Sigurðsson og Jakob Sævar Sigurðsson
Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson