7.9.2010 kl. 10:34
Tómas Björnsson til liðs við Goðann.
Fidemeistarinn, Tómas Björnsson (2150) hefur tilkynnt félagaskipti í Goðann úr Víkingaklúbbnum.
Tómas Björnsson (lengst til hægri) tók þátt í Skákþingi Norðlendinga á Húsavík sl. vor.
Tómas mun styrkja A-lið Goðans enn frekar, enda stefnan sett á að komast upp í 2. deild í vor.
Þegar félagaskipti Tómasar hafa verið staðfest, verða 50 skákmenn skráir í Goðann.