Skákþingi Hugins (N) lauk um helgina með sprúðlandi sigri Tómasar Veigars.
Mótið fór þannig fram að fyrst var teflt í tveimur riðlum, flippsturluðum austur og flippflennifínum vestur, og mættust riðlarnir svo í úrslitakeppni þar sem röð manna úr riðlakeppninni réði því um hvaða sæti þeir tefldu. Tómas Veigar var efstur í vesturriðli og Smári Sigurðsson í austurriðli og tefldu þeir því um meistaratitilinn.
Sigurður Daníelsson og Rúnar Ísleifsson tefldu um 3. sætið og lauk þeirri rimmu með sigri þess fyrrnefnda.
- Sprúðlandi úrslitakeppni hjá Chess-Results
- Flippflennifínn vesturriðill hjá Chess-Results
- Flippsturlaður austurriðill hjá Chess-Results
Úrslit voru að öðru leyti þannig:
Borð | Austur | Vestur | Úrslit |
1. | Smári Sigurðsson | Tómas Veigar Sigurðsson | 0,5 – 1,5 |
2. | Sigurður Daníelsson | Rúnar Ísleifsson | 1,5 – 0,5 |
1. | Ævar Ákason | Ármann Olgeirsson | 0,5 – 1,5 |
2. | Hlynur Snær Viðarsson | Hermann Aðalsteinsson | 1,5 – 0,5 |
1. | Sighvatur Karlsson | Sigurbjörn Ásmundsson | 2 – 0 |
2. | Kristján Ingi Smárason | Heimir Bessason | 1,5 – 0,5 |
Lokastaðan
1. | Tómas Veigar Sigurðarson |
2. | Smári Sigurðsson |
3. | Sigurður Daníelsson |
4. | Rúnar Ísleifsson |
5. | Ármann Olgeirsson |
6. | Ævar Ákason |
7. | Hlynur Snær Viðarsson |
8. | Hermann Aðalsteinsson |
9. | Sighvatur Karlsson |
10. | Sigurbjörn Ásmundsson |
11. | Kristján Ingi Smárason |
12. | Heimir Bessason |
Skákir
Úrslit og skákir úr riðlum:
https://skakhuginn.is/smari-og-tomas-sigrudu-i-undanridlum-skakthings-hugins-n/