12.2.2014 kl. 02:14
Vigfús sigraði á hraðkvöldi hjá GM Helli
Vigfús Ó. Vigfússon bar sigur úr bítum á jöfnu og spennandi hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 10. febrúar sl. Það má segja að á hraðkvöldinu hafi allir getað unnið alla en að lokum fór það svo að Vigfús og Eiríkur Björnsson voru efstir og jafnir með 5,5v. Vigfús hafði svo sigurinn með því að vera hærri í öðrum stigaútreikningi eins og sést í töflunni. Örn Leó Jóhannsson varð svo þriðji með 5v. Í lok hraðkvöldsins dró svo Vigfús í happdrættinu og þá datt Jón Úlfljótsson í lukkupottinn og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.
Næst æfing í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 17. febrúar kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Vigfús Vigfússon | 5,5 | 28 | 21 | 20,8 |
| 2 | Eiríkur K. Björnsson | 5,5 | 28 | 20 | 20,8 |
| 3 | Örn Leó Jóhannsson | 5 | 26 | 20 | 16 |
| 4 | Kristófer Ómarsson | 4,5 | 25 | 18 | 14,8 |
| 5 | Elsa María Kristínardóttir | 4 | 29 | 21 | 14 |
| 6 | Magnús Teitsson | 4 | 27 | 19 | 12,5 |
| 7 | Jón Úlfljótsson | 3,5 | 29 | 21 | 12 |
| 8 | Sverrir Sigurðsson | 3,5 | 24 | 18 | 9,25 |
| 9 | Kristinn Sævaldsson | 3,5 | 22 | 16 | 8 |
| 10 | Hjálmar Sigurvaldason | 3 | 22 | 16 | 4,5 |
| 11 | Finnur Kr. Finnsson | 2,5 | 20 | 15 | 5,25 |
| 12 | Björgvin Kristbergsson | 2 | 21 | 15 | 3,5 |
| 13 | Hörður Jónasson | 1,5 | 22 | 16 | 3,25 |
| 14 | Sindri Snær Kristófersson | 1 | 21 | 15 | 1,5 |
