Heimir Páll efstur á æfingu hjá GM Helli í þriðja sinni í röð.

Heimir Páll Ragnarsson og Róbert Luu voru efstir og jafnir á æfingu hjá GM-Helli sem fram fór þann 10. febrúar sl. Þeir fengu báðir 4,5v í fimm skákum og voru einnig jafnir í öllum stigaútreikningi og jafntefli varð í innbyrðis viðureign þeirra. Það var því gripið til þess ráðs að láta þá tefla bráðabanaskák. Róbert dró hvítu mennina og fékk því meiri tíma á klukkuna en þurfti að vinna á meðan Heimi Páli dugði jafntefli. Það fór svo að Heimir Páll tryggði sér sigurinn með því að þráleika í unninni stöðu og hlaut hann því efsta sætið í þriðja sinn í röð á þessum æfingum. Róbert Lu hlaut annað sætið og það þriðja hlaut Halldór Atli Kristjánsson með 3v og hærri stig en fimm aðrir þátttakendur á æfingunni.

Eftirtaldir tóku þátt í æfingunni: Heimir Páll Ragnarsson, Róbert Luu, Halldór Atli Kristjánsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Birgir Ívarsson, Egill Úlfarsson, Sindri Snær Kristófersson, Ívar Andri Hannesson, Þórður Hólm Hálfdánarson, Arnar Jónsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Ólafur Tómas Ólafsson.

Næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 17. febrúar og hefst kl. 17.15.  Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.