Skákfélagið Goðinn heldur upp á 20 ára afmæli þann 15. mars árið 2025. Af þessu tilefni verður efnt til sérstaks afmælismóts og fer það fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit dagana 13-16 mars 2025. Mótið verður alþjóðlegt, öllum opið og tefldar verða 6 umferðir með 90+30 tímamörkum. Teflt verður í einum opnum flokki.

Afmælismótið hefur verið í undirbúningi frá því í mars sl. og hefur hann gengið vel. Opnaður hefur verið sérstakur vefur um mótið þar sem allar upplýsingar um mótið eru aðgegnilegar. Búið er að opna fyrir skráningar í mótið.

Við Goðamenn horfum mikið til keppenda frá Englandi við skipulagningu mótins enda byggjum við vonir okkar við að breskir skákmenn nýti sér beint flug Easy Jet frá London og Manchester til Akureyrar tvisvar í viku í allan vetur. Að sjálfsögðu vonumst við líka eftir góðum viðtökum innlendra skákmanna og fyrstu viðbröð vegna mótins lofa góðu í þeim efnum.

Mjög mikið framboð er af gistingu í Mývatnssveit og væntanlegir keppendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna ekki gistingu enda mótið utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Sel Hótelið er td. í 800 metra fjarlægð við Skjólbrekku og minni gististaðir enn nær.

Stjórn Skákfélagsins Goðans.

Nánar um mótið hér fyrir neðan.

Afmælismót Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars 2025 kl. 19.00. Tefldar verða sex umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt verður í einum opnum flokki. Teflt er í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit.  Heildarverðlaunafé í mótinu verða 400.000 kr. 

Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-5. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra fyrir eða við lok umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á skráningarforminu. Hálfur vinningur fæst fyrir yfirsetu. Ekki eru leyfðar frestanir eða flýtingar í mótinu.

Dagskrá

  1. umferð fimmtudag 13. mars 19:00
  2. umferð föstudag 14. mars 11:00
  3. umferð föstudag 14. mars 17:30
  4. umferð laugardag 15. mars 11:00
  5. umferð laugardag 15. mars 17:30
  6. umferð sunnudag 16. mars 10:00

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Skákstjórn

Gunnar Björnsson og Hermann Aðalsteinsson

Aðalverðlaun

  • 1. sæti kr. 150.000 kr
  • 2. sæti kr. 100.000 kr
  • 3. sæti kr. 50.000 kr

Aukaverðlaun

Efstur 65 ára og eldri   25.000 kr
Efstur U- 18 ára           25.000 kr
Efstur U-1800 elo        25.000 kr
Efstur stiglausra          25.000 kr

Oddastig (tiebreaks): 1. Fleiri tefldar skákir 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz 4. Innbyrðis úrslit 5. Sonneborn-Berger 6. Oftar svart.

Þátttökugjöld 

kr. 10.000
kr. 7.000 fyrir 18 ára og yngri og stiglausa.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga hjá FIDE. Stjórn Skákfélagsins Goðans.

Vefur afmælismóts Goðans 2025
Skrá sig til leiks
Mótið á chess-results