Ólafur Guðmarsson sigraði á atkvöldi Hugins sem sem haldið var 9. janúar sl. Ólafur tefli vel á atkvöldinu og þjarmaði jafnt og að andstæðingum sínum, þannig að þegar upp var staðið lágu þeir allir í valnum og  7v komu í hús hjá honum í jafn mörgum skákum. Annar var Kristján Halldórsson með 6v og þriðji Vigfús Ó. Vigfússon með 5v. Ólafur dró Björgvin Kristbergsson í happdrætttinu sem líkaði það vel. Báðir völdu þeir úttektarmiða frá American Style sem ekki hafa áður verið í boði á þessum skákkvöldum. Næsta skákkvöld verður mánudaginn 30. janúar og þá verður hraðkvöld.

Lokastaðan á atkvöldinu:

  1. Ólafur Guðmarsson, 7v/7
  2. Kristján Halldórsson, 6v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5v
  4. Hjálmar Sigurvaldason, 2v
  5. Finnur Kr. Finnsson, 2v
  6. Björgvin Kristbergsson, 1v
  7. Hörður Jónasson, 1v

Úrslitin í chess-results: