Hið árlega Atskákmót Goðans fer fram á morgun sunnudaginn 17. nóvember í Framsýnarsalnum á Húsavík og hefst kl 10:30
Tefldar verða 7 umferðir eftir Swiss-kerfinu (ef næg þátttaka verður) með 15+5 tímamörkunum. Líklegt er að mótið verði búið kl 16-17:00.
Tekið verður hádegishlé að lokinni 3. umferð. Mótið verður reiknað til atskákstiga hjá FIDE. Hefðbundin verðlaun fyrir þrjá efstu félagsmenn Goðans.
Ókeypis er í mótið og öllum áhugasömum er heimil þátttaka. Mjög æskilegt er að væntanlegir keppendur forskrái sig til leiks svo þeir klári skráninguna tímanlega.
Rúnar Ísleifsson varð atskákmeistari Goðans í fyrra, fyrsta skipti, en Smári Sigurðsson hefur oftast unnið titilinn eða 7 sinnum.
15 mín/Atskák meistari Goðans.
2007 Smári Sigurðsson
2008 Smári Sigurðsson
2009 Jakob Sævar Sigurðsson
2010 Smári Sigurðsson
2011 Smári Sigurðsson
2012 Smári Sigurðsson (vann bikarinn til eignar)
2013 Hermann Aðalsteinsson (nýr bikar tekinn í notkun)
2014 Tómas Veigar Sigurðarson
2015 Tómas Veigar Sigurðarson
2016 Tómas Veigar Sigurðarson
2017 Fór ekki fram
2018 Fór ekki fram
2019 Fór ekki fram
2020 Fór ekki fram
2021 Smári Sigurðsson
2022 Smári Sigurðsson
2023 Rúnar Ísleifsson