Smári 15 mín meistari Goðans 2007.

Smári Sigurðsson sigraði á nóvembermóti Goðans sem haldið var á Fosshóli í Þingeyjarsveit í dag. Hann fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. Hann er því 15 mín meistari Goðans 2007. Tefldar voru skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann.  Rúnar Ísleifsson varð í öðru sæti ásamt Sigurði Arnarssyni (S.A.) með 7,5 vinninga og Jakob Sævar Sigurðsson varð þriðji með 6 vinninga. Alls tóku 10 keppendur þátt í mótinu.  Benedikt Jóhannsson sigraði í flokki 16 ára og yngri með 1,5 vinning, en Benedikt sem er mjög efnilegur,afrekaði það að ná jafntefli við Smára í fyrstu umferð.       Úrslit urðu eftirfarandi :

1. Smári Sigurðsson                   8 af 9 mögul.       gull auk peningaverðlauna

2. Rúnar Ísleifsson                    7,5                       silfur auk peningaverðaluna

3. Sigurður Arnarsson               7,5                       peningaverðlaun

4. Jakob Sævar Sigurðsson       6                          brons

5. Hermann Aðalsteinsson        4                        

6. Sigurbjörn Ásmundsson        4                        

7. Ármann Olgeirsson               3,5

8. Sighvatur Karlsson                2

9. Benedikt Þ Jóhannsson        1,5                       gull

10. Jóhann Gunnarsson              1

Smári og Rúnar töpuðu ekki skák í mótinu og gerðu jafntefli sín á milli. Mótið var félagsmót hjá Goðanum og því fékk Sigurður ekki bronsverðlaun.

Með sigri í móti þessu bætti Smári fjórða félagstitlinum við sig og eru allir farandbikarar félagsins (4 að tölu) í hans umsjá.   Næsta mót félagsins er hraðskákmót Goðans og verður það haldið í desember.