Dagskrá

Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25

júl
1
Lau
Mjóddarmótið 2017 @ Göngugatan í Mjódd
júl 1 @ 14:00 – 16:00

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis!

Verðlaun eru sem hér segir:

  • 1. 20.000
  • 2. 15.000
  • 3. 10.000
ágú
14
Mán
Borgarskákmótið @ Ráðhús Reykjavíkur
ágú 14 @ 16:00 – 18:00

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 14. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning fer fram á Skák.is

Einnig er hægt að skrá sig í í síma 866 0116 (Vigfús) og 862 0099 (Kjartan). Skráningu á skákstað verður lokað kl. 15:50 fyrir mótið. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik. . Upplýsingar um skráða keppendur eru hér.