Dagskrá

Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25

nóv
30
Fim
Nóvembermót Goðans @ Framsýn
nóv 30 @ 20:00 – 22:30
Nóvembermót Goðans @ Framsýn

Nóvemberskákmót Goðans 2023 fer fram fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl 20:00 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tímamörk verða 5 mín +2 sek/leik og við reiknum með að mótið verði allir við alla (round robin). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE. Mótið verður þó ekki reiknað til stiga fyrir en 1. janúar 2024. Verði mikil þátttaka í mótinu verður því hugsanlega breytt í swiss-mót.

Ókeypis er í mótið og engin verðlaun veitt. Bara hafa gaman.

Keppendur skrá sig sjálfir í mótið og er það gert með einföldum hætti hér. ( Bara að skrá nafn og netfang, en netfangið mun ekki sjást)

Listi yfir skráða keppendur á chess-manager.

des
4
Mán
Skákæfing Vaglir @ Vaglir
des 4 @ 20:30 – 22:30
des
11
Mán
Hraðskákmót Goðans 2023 @ Framsýn
des 11 @ 20:00 – 22:00
Hraðskákmót Goðans 2023 @ Framsýn

Hraðskákmót Goðans 2023 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík mánudagskvöldið 11. desember og hefst mótið kl 20:00. Tímamörk eru af gamla skólanum, 5 mín á mann (og ekkert viðbótartíma kjaftæði) og allir tefla við alla.

Hefðbundin verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu og sigurvegarinn fær farandbikar og nafnbótina Hraðskákmeistari Goðans 2023

des
18
Mán
Skákæfing á Chess.com @ Chess.com
des 18 @ 20:00 – 22:00
des
28
Fim
Jólamót Goðans 2023 @ Hlöðufell
des 28 @ 13:00 – 16:00
Jólamót Goðans 2023 @ Hlöðufell

Jólamót Goðans 2023 fer fram á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík fimmtudaginn 28 desember og hefst það kl 13:00. Áætluð mótlok eru um kl 16:00. Tefldar verða að hámarki 7 umferðir og verða tímamörkin 10 mín + 2 sek/á leik í viðbótar tíma.

Mótið verður reiknað til atskákstiga hjá FIDE.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu. Ókeypis verður í mótið