Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25
Héraðsmót HSÞ 2024 í skák, verður haldið í Ýdölum laugardaginn 16. Mars kl 13:00. Mótið verður 7 umferðir og tímamörk verða 10 mín + 5 sek í viðbótartíma á hvern leik. Mótið verður teflt í A og B-flokki. Áætluð mótlok er um kl. 17:30.
A- flokkurinn verður reiknað til atskákstiga hjá FIDE og er hugsaður fyrir þá sem hafa atskákstig þann 1. Mars 2024. Skráning í A-flokkinn
B-flokkurinn er hugsaður fyrir alla aldurshópa og þá sem eru án atskákstiga 1. mars 2024. Öllum er þó frjálst að skrá sig til keppni í A-flokkinn þó þeir uppfylli skilyrði til að taka þátt í B-flokknum. Skrá sig til leiks í B-flokkinn
Skráning telst ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist á greiðslu á þátttökugjaldi.
Mótið er opið öllum áhugasömum en aðeins þeir sem eru félagsmenn í einhverju aðildarfélagi HSÞ eða Skákfélaginu Goðanum, geta unnið til verðlauna. Í verðlaun verða ma. Gjafabréf í Skákbúðina, auk hefðbundina verðlauna. Þátttökugjald verður 2.000 krónur á mann og það greiðist við skráningu í mótið rafrænt.
Skráningu í mótið verður lokað kl 12:00 á keppnisdegi. Hægt verður þó að staðgreiða keppnisgjaldið á staðnum, ef viðkomandi greiðir rétta upphæð. Ekki verður posi á staðnum.
Skákfélagið Goðinn og HSÞ
Hraðskákmót reiknað til stiga. Tímamörk 7 mín + 2 sek/leik. Allir tefla við alla
Þennan fallega bikar fær sigurvegarinn til varðveislu næstu árið.
The Dublin International Open 2024 fer fram á Talbot Hótelinu í Dublin á Írlandi 29 mars til 1. apríl 2024. (Föstudagurinn langi til og með annar í Páskum) Tefldar verða 7 umferðir með 90+30 sek á leik á 4 dögum. Teflt verður í 3 flokkum: Open, 40+ og 65+ Eftir því sem okkur er tjáð af mótstjóra verða engar stiga takmarkanir í flokkana og ef þú skráir þig í td. Open flokkinn teflir þú bara gegn andstæðinum sem eru skráðir í Open flokkinn. Ekki gegn neinum í 40+ né 65+. Mótið verður sjáanlegt á chess-results þegar nær dregur.
Umferðatímar eru óstaðfestir, en líklegir.
Fyrsta umferð kl 19:00 föstudaginn 29. mars
Önnur og þriðja umferð kl 11:00 og 16:00 laugardaginn 30 mars
Fjórða og fimmta umferð kl 11.00 og 16:00 sunnudaginn 31. mars
Sjötta og sjöunda umferð kl 10:00 og 14:30 mánudaginn 1. apríl.
Athugið að umferðatímar eru aðrir á vef mótsins, en að sögn mótstjóra verða þeir eins og að ofan.
Skráning í Írska skáksambandið. Það þarf að skrá sig í Írska skáksambandið til þess að geta verið með. Þú velur Overseas ICU Membership og það kostar 20 evrur
Þú velur “new member” og fyllir út þá dálka sem þarf og síðan er greitt með kreditkorti. Ath nota bara enska stafi.
Ef þú ert U-18 ára skráir þú þig hér og það kostar 20 evrur
Þú velur “new member” og fyllir út þá dálka sem þarf og síðan er greitt með kreditkorti. Ath nota bara enska stafi.
Skrá sig í mótið sjálft. Þegar skráningu í Írska skáksambandið er komin getur þú skráð þig í mótið. Ef þú ætlar að skrá þig í Open flokkinn, gerir þú það hér. (það kostar 45 evrur) (Þú velur bara “select a member” og þá ættir þú að finna sjálfan þig.
Ef þú ætlar að skrá þig í 40+ flokkinn, gerir þú það hér Það kostar 45 evrur)
Þú velur bara “select a member” og þá ættir þú að finna sjálfan þig.
Ef þú ætlar að skrá þig í 65+ flokkinn gerir þú það hér (það kostar 35 evrur)
Þú velur bara “select a member” og þá ættir þú að finna sjálfan þig.
Vefur mótsins fyrir opna flokkinn.
Vefur mótsins fyrir 40+ og 65 +
Samhliða mótinu verður haldið hraðskákmót og atskákmót á sama stað. það þarf að skrá sig sérstaklega í þau mót. Væntanlega geta menn gert það á staðnum ef menn vilja.
Ferðatilhögun.
Við ætlum að fljúga út að morgni föstudagsins langa 29. mars og koma heim þriðjudaginn 2. apríl. Það eru fimm dagar (4 nætur).
Morgunflugið frá Keflavík með Icelandair til Dublin er kl: 7:40 föstudaginn langa og heimflugið frá Dublin, með Icelandair, er kl 12:15 þriðjudaginn 2. apríl. Flugtíminn er 2 tímar og 35 mín. Að sjálfsögðu geta menn valið aðra flugtíma.
Áhugasamir geta haft samband við Hermann í síma 8213187.