Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25
Septemberskákmót Goðans 2023 fer fram í Framsýnarsalnum mánudagskvöldið 18. september og hefst það kl 20:00. Mótið er hraðskákmót og eru tímamörkin 5 mín með 3 sek viðbótartíma á hvern leik. Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE. Líkleg mótslok eru um kl 22:00
Ekkert þátttökugjald er í mótið og engin verðlaun verða veitt.
Mótið er opið öllum áhugasömum og skráning í það er hafin. Áhugasamir geta skráð sig til leiks á facebook síðu Goðans eða haft samband við Hermann formann í síma 8213187.
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2023-24 fer fram helgina 13-15 október. Mótið fer fram í Rimaskóla í Grafarvogi er Fjölnishöllinn.
Smá breytingar verða á umferðartíma. Kvöldumferðin á föstudag hefjast kl. 19:00 (í stað kl. 19:30). Helgarumferðir hefjast kl. 11:00 og 17:30 (í stað kl. 17:00). Taflmennska í öllum deildum hefst á sama tíma.
Hið árlega Atskákmót Goðans 2023 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík laugardaginn 28. október og hefst mótið kl 10:00. Tefldar verða 7 umferðir og verður umhugsunartíminn 15 mín með 5 sek viðbótartími á hvern leik. Áætluð mótslok eru um kl 17:00.
Nánari tilhögun verður birt þegar nær dregur.
Nóvemberskákmót Goðans 2023 fer fram fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl 20:00 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tímamörk verða 5 mín +2 sek/leik og við reiknum með að mótið verði allir við alla (round robin). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE. Mótið verður þó ekki reiknað til stiga fyrir en 1. janúar 2024. Verði mikil þátttaka í mótinu verður því hugsanlega breytt í swiss-mót.
Ókeypis er í mótið og engin verðlaun veitt. Bara hafa gaman.
Keppendur skrá sig sjálfir í mótið og er það gert með einföldum hætti hér. ( Bara að skrá nafn og netfang, en netfangið mun ekki sjást)
Hraðskákmót Goðans 2023 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík mánudagskvöldið 11. desember og hefst mótið kl 20:00. Tímamörk eru af gamla skólanum, 5 mín á mann (og ekkert viðbótartíma kjaftæði) og allir tefla við alla.
Hefðbundin verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu og sigurvegarinn fær farandbikar og nafnbótina Hraðskákmeistari Goðans 2023