Rayan Sharifa sigraði örugglega á æfingu sem haldin var 14. janúar sl. Rayan fékk 6v af sex mögulegum eða fullt hús vinning. Fimm vinningar komu úr skákunum og dæmi æfingarinnar leysti hann að auki rétt. Annar var Ótar Örn Bergmann Sigfússon með 4,5v. Síðan komu jafnir með 4v Árni Benediktsson og Garðar Már Einarsson en Árni var hlutskarpari á stigum og hlaut þriðja sætið.

Í yngri flokki var Filip Slicaner efstur með 4v. Annar var Eythan Már Einarsson með 3v. Þeir Eythan og Filip höfðu því sæta skipti frá næstu æfingu á undan. Í þriðja sæti kom svo Lemuel Goitom Haile einnig með 3v en lægri á stigum.

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Árni Benediktsson, Garðar Már Einarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótir, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Þórhildur Helgadóttir, Filip Slicaner, Eythan Már Einarsson,  Lemuel Goitom Haile, Viktoria Sudnabina Arisimova og Timon Pálsson Pazek.

Næsta æfing verður mánudaginn 21. janúar 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.