Birkir Karl Sigurðsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 26. mars sl. Birkir Karl fékk 11v af 12 mögulegum. Tefld var tvöföld umferð og varð það aðeins Pétur Pálmi Harðarson sem náði að vinna Birkir Karl í annari skák þeirra. Annar var Pétur Pálmi Harðarson með 10 vinninga og hann tapaði einnig annarri skák í viðbót. Þriðji var svo Vigfús Ó. Vigfússon með 7,5v.

Forritin hjá Chess-results vöru í einhverju óstuði á þessu hraðkvöldi svo ekki var hægt að nota það með góðu móti með á hraðkvöldinu stóð. Það stoppaði ekki hraðkvöldið og var gripið til gömlu góðu mótstöflunnar. Fyrst málum var þannig komið fyrir þá var hraðkvöldið líka klárað handvirkt með því Birkir  dró í happdrættinu. Hann valdi tölun 2 sem ekki er algengt að komi upp í þessum drætti svo það var Pétur Pálmi sem var sá heppni að þessu sinni. Smá hlé verður nú á þessum skákkvöldum þannig að það næsta verður ekki fyrr en síðasta mánudag í apríl.

Lokastaðan á akvöldinu

  1. Birkir Karl Sigurðsson 11v/12
  2. Pétur Pálmi Harðarson 10v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 7,5v
  4. Hjálmar Sigurvaldason, 5v
  5. Björgvin Kristbergsson, 4v
  6. Hörður Garðarsson, 3,5v
  7. Pétur Jóhannesson, 1v

Lokastaðan í chess-results: