Borgarskákmótið fer fram föstudaginn 14. ágúst, og hefst það kl. 16:00 með því að S. Björn Blöndal formaður borgarráðs setur mótið og leikur fyrsta leiknum. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst búið er að opna fyrir skráningu á Skák.is. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis. Einnig er hægt að skrá sig í í síma 866 0116 (Vigfús) og 899 9268 (Björn). Upplýsingar skráða keppendur má fiinna hér.
Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þetta er í 28. sinn sem mótið fer fram og er þetta iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigraði Jón Viktor Gunnarsson, sem þá tefldi fyrir Jómfrúnna.
Verðlaun:
- 30.000 kr.
- 20.000 kr.
- 10.000 kr.