FIDE-meistarinn Davíð Kjartansson (2331) fetaði í kvöld í spor Fabiano Caruana þegar hann vann sína sjöundu skák í röð. Reyndar á Meistaramóti Hugins. Fórnarlamb kvöldsins var Árni Guðbjörnsson (1696). Sævar Bjarnason (2095) fylgir Davíð eins og skugginn er hann er annar með 6 vinninga eftir sigur á Lofti Baldvinssyni (1986).
Í 3.-5. sæti með 5 vinninga eru Stefán Bergsson (2098), Vigfús Ó. Vigfússon (1962) og Gauti Páll Jónsson (1719).
Vigfús er efstur í baráttunni um meistaratitil Hugins. Þar er Dawid Kolka (1730) annar með 4,5 vinning. Jón Eggert Hallsson (1632) og Felix Steinþórsson (1549) koma næstir með 4 vinninga.
Í lokaumferðinni, sem fram fer annað kvöld (þriðjudag) mætast meðal annars:
- Davíð (7) -Vigfús (5)
- Sævar (6) -Gauti Páll (5)
- Stefán (5) – Loftur (4,5)
- Jón Eggert (4) -Dawid (4,5)
- Felix (4) -Árni (4)