FIDE-meistarinn Davíð Kjartansson (2331) reynir að gera sitt besta til að halda í við Fabiano Caruana. Í sjöttu umferð, sem fram fór í kvöld, vann hann sjöttu skákina í röð á Meistaramóti Hugins. Fórnarlamb dagsins var Ólafur Kjartansson (1997).
Sævar Bjarnason (2095) er annar með 5 vinninga eftir sigur á Vigfúsi Ó. Vigfússyni (1962). Loftur Baldvinsson (1986) er svo þriðji með 4,5 vinning.
Nú er hlé á mótinu fram á næsta mánudagskvöld. Þá teflir Davíð við Árna Guðbjörnsson (1696) og Sævar mætir Lofti.