Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á atkvöldi Hugins sem fram fór 8. janúar sl. Vignir Vatnar fékk 5,5v af sex mögulegum og það var Kristján Halldórsson sem náði jafnteflinu í fimmtu  umferð en aðrir máttu játa sig sigraða. Síðan komu þrír jafnir með 4v en það voru þeir Stephan Briem, Kristján Halldórsson og Benedikt Briem. Af þeim var Stephan hæstur á stigum og hlaut annað sætið. Kristján kom næstur að stigum og hlaut þriðja sætið en Benedikt þurfti að láta sér nægja fjórða sætið þótt hann hafi lagt að velli sér eldri og reyndari skákmenn á atkvöldinu.

Tölvan var látin um dráttinn eins og á síðustu skákkvöldum. Upp kom talan sjö þannig að Vigfús var dreginn í þetta sinn og höfðu sumir á orði að þetta væri nú ekkert random. Vignir Vatnar valdi gjafabréf frá Dominos og Vigfús valdi Saffran enda lítur hver sínum augum á silfrið. Næsta skákkvöld verður mánudaginn 29. janúar og þá verður hraðkvöld.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

1.  Vignir Vatnar Stefánsson, 5,5v/6

2.  Stephan Briem, 4v

3.  Kristján Halldórsson, 4v

4.  Benedikt Briem, 4v

5.  Kristófer Ómarsson, 3,5v

6.  Sigurður Freyr Jónatansson, 3v

7.  Vigfús Ó. Vigfússon, 3v

8.  Hjalti Atlason, 3v

9.  Örn Alexandersson, 2,5v

10. Hjálmar Sigurvaldason, 1,5v

11. Björgvin Kristbergsson, 1v

12. Hörður Jónasson, 1v

Lokastaðan í chess-results: